Penni: Ísold Saga Karlsdóttir 

Nú þegar að jólin eru rétt handan við hornið er tilvalið að byrja á einhvers konar jólabakstri, er það ekki? Það er að segja ef þú ert ekki nú þegar byrjuð/byrjaður. Eitthvað þurfum við svo sem að gera til þessa að lífga upp tilveruna þessa dagana, eða mér finnst það allavega. Hérna eru þrjár smáköku uppskriftir sem ég lofa að eru sumar af bestu kökum sem þú munt nokkurn tíman smakka. Svo finndu þér góðan félaga, vin/vinkonu, ömmu, afa eða bara einhvern eða vertu bara ein/nn og búðu til góðar stundir… og smákökur.

Súkkulaði, súkkulaði, súkkulaði… kökur

Ef þú tókst ekki eftir því eru þessar kökur með súkkulaði… nóg af því. Frábærar smákökur sem að þú munt líklega klára áður en þú verður búin að finna box fyrir þær. 

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Innihald:

230 g púðursykur

125 g smjör (við stofuhita)

2 egg

190 g hveiti

½ tsk salt

1 tsk matarsódi

2 tsk vanilludropar

500 g súkkulaði, saxað

 1. Hitið ofninn í 180 ° C.
 2. Saxið súkkulaðið.
 3. Blandið öllu hráefninu saman í hrærivél og látið hrærivélina hnoða vel.
 4. Setjið skálina með deiginu í frystinn í u.þ.b. 10 mínútur svo það sé þægilegra að vinna með deigið.
 5. Takið deigið úr skálinni og hnoðið vel á hreinu borði. Næst takið góða lúku af deigið og búið til litlar kúlur, setjið á plötu og ýtið þeim létt niður.
 6. Kökurnar eiga svo að bakast í  180 ° C í 10 mínútur.
 7. Eftir að kökurnar eru búnar í ofninum er tilvalið að leyfa þeim að standa í einhvern tíma og kólna áður en það er byrjað að borða þær.

Súkkulaðibitakökurnar hennar ömmu Dísu 

Í minni fjölskyldu er mjög ólíklegt að jólin komi nema að amma Dísa hafi boðið í kakó og smákökur. Þessar smákökur eru einu af þeim bestu smákökum sem ég hef fengið „ever”. Og fannst mér því tilvalið að skella þessari uppskrift á þennan lista. „Enjoy!”

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Innihald:

1 bolli (300 g) smjör (við stöfuhita)
1 bolli sykur

1 bolli púðursykur

2 egg 

1 tsk matarsódi

½ tsk salt 

1 bolli kókosmjöl

250 g saxað súkkulaði 

3 bollar hveiti

 1. Hitið ofninn í 180 ° C.
 2. Hrærið saman egg, smjör, sykurinn og púðursykur.
 3. Svo næst hrærið við restinni af innihaldinu.
 4. Næst búið þið til litlar kúlur og ýtið létt á þær og myndið smákökurnar þannig 
 5. Kökurnar bakast í rúmlega 15-20 mínútur í ofninum.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search