Skip to content

Stúdentaíbúðir

SÍF hefur aðild að Byggingafélagi námsmanna. Hlutverk BN er að bjóða námsmönnum hentugt og vel staðsett leiguhúsnæði. Boðið er upp á fjölbreyttar gerðir húsnæðis víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Umsóknum um íbúð þarf að skila með rafrænum hætti á umsóknarformi sem er að finna hér.


Allir nemendur eiga rétt á að sækja um leiguíbúð hjá félaginu en þeir sem stunda nám í aðildarskólunum hafa forgang. Aðildarskólarnir eru árið 2021: Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Tækniskólinn.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Byggingafélags námsmanna.