Hvað segir uppáhalds veðrið þitt um þig?

Penni: Embla Waage 

Hver er ekki íhaldsmaður? Þegar kemur að skoðunum okkar til okkur sjálfra hefur fátt breyst milli kynslóða. Erfitt er að nefna eina unga manneskju sem ekki er að kljást við sömu spurninguna: „hver er ég?“ Sem betur fer býður nútíminn upp á tæki og tól sem segja þér hver þú ert. Verði þér að góðu! Því hér finnst einmitt tæki sem bindur enda á tilvistarkreppu þína.

Veltu fyrir þér hvert uppáhalds veður þitt er. Finndu efnisgreinina sem kemst næst því veðri. Lestu efnið og farðu.

Logn, heiðskýrt og hlýtt:

Er þetta raunvörulega uppáhalds veðrið þitt eða heldur þú að það sé rétta svarið? Að sjálfsögðu eru íslensku sumardagarnir yndislegir og geyma hjartnæmar minningar úr barnæskunni. Þó munu sumrin aldrei fela bullandi fullkomnarárráttuna þína sem er farin að virka varnaleg. Óttastu ekki sjálfið! 

Grenjandi rigning, grátt og skýjað:

Líkja má aðstæðum þínum við ánamaðkana sem rembast við að renna yfir malbikið. Leitandi af öryggi sem þeir aldrei munu finna. Ef þetta veður höfðar til þín finnast nefnilega aðeins þrír möguleikar: 1. Þú ert löt/latur, 2. Þú ert þunglynd/þunglyndur eða 3. Þú ert bæði. Á meðan þú situr inni skolast skömmin úr loftinu og rennur niður í holræsið. Auk þess hefur þú öndvegis ástæðu til þess að halda þér inni!

En á yfir í raunveruleikan; rigningin táknar frelsi. Væri ekki skynsamlegt að stíga út fyrir hússins dyr? Maður spyr sig.

Steikjandi sólbaðshiti og rakt loft:

Fólki stafar ógn af þér og ekki af ástæðulausu. Hreinskilni þín kemur fólki síendurtekið að óvörum og veitir þeim óþægilega innsýn í sitt eigið sálarlíf. Þú ert með drauma svo stóra að þú þorir ekki að velta þeim fyrir þér. Í staðin lætur þú sem ekkert skiptir þig máli. Við deyjum öll einn daginn!

Enn vantar þó eitt til þess að leikþáttur þinn verði sannfærandi; almenna skynsemi þegar viðkemur viðskiptum. Engu skiptir þótt flíkin flokkast sem „tíska“. Þú átt aldrei að borga tugi þúsunda fyrir stuttermabol. Sérstaklega ekki ef hann er hvítur með álímdu, svörtu vörumerki. Engin afsökun finnst fyrir þessari heimsku; jafnvel þótt þú sért að skipta yfir á málabraut. Ekki kyssa ömmu þína eða afa næst þegar þú hittir þau. Ég veit að samband þitt við annað hvort þeirra er óþægilega náið, en þú vilt ekki smita þau.

Haglél og rok:

Engin segir þetta. Þú ert Satan endurrisinn.

Þrumuveður, eldingar og svartur himinn:

Þú hefur svindlað á hverju einasta prófi sem þú hefur tekið síðan í níunda bekk og nú kanntu ekki að læra. Ég vil afsaka hvað þetta kom upp snemma en þú þarft að taka þig taki! Þótt fjarnámið hafi gert litla leyndarmálið þitt hlægilega auðvelt fékkstu ekki tækifæri til að njóta þess. Þú lifir fyrir skólaböllin og hefur farið þrisvar í sóttkví sökum annarra „veisluhalda“. Margt gengur rangt í þínu lífi þessa stundina. Ég vildi óska þess að hér væri ræða viðeigandi. Í staðin gef ég þér eitt ráð: hættu að tala við pabba þinn.

Snjókoma, birta og ró:

Æska þín einkenndist af hlýju og ástúð og þú finnur til þakklætis enn í dag þegar þú lítur aftur. Þú vildir óska þess að þú gætir upplifað hátíðarhöldin aftur. Alveg eins og þau voru áður. Í dag virðist alltaf eitthvað vanta í reikninginn. 

Þér líður illa að tala um þetta; því aðrir eiga “miklu stærri vandamál”. Vinir þínir eru í köku, mamma þín og pabbi eru alltaf að rífast og fólk er enn að svelta í Afríku. Mundu að þú þarft ekki að skammast þín fyrir hvernig þér líður; hvort sem það er jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar,

Í óþörfu leiðarlýsingunum benti ég á stig sem þú gast ekki staðið við. Ef þú átt erfitt með að yfirgefa svæðið er það allt í góðu. Þetta eru erfiðir tímar fyrir marga. Taktu því rólega og reyndu að njóta þess sem eftir er dagsins. Þú gætir jafnvel litið út um gluggann. Hvernig er veðrið?

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search