Rapptónlistarmenning í MR

Penni: Arnar Bjarkason

Kveld eitt 17. mars árið 2021 hlustaði ég mikið á rapp líkt og ég geri nánast alltaf áður en ég fer að sofa  (mæli ekki með/mæli með). Á meðan ég var að hlusta á rappara og rapphljómsveitir eins og Wu-Tang  Clan, Eminem, Mos Def, MF-DOOM o.s.frv. fór ég að velta því fyrir mér hvort að ég væri ,,not like the  other girls”(þó að ég sé nú ekki einu sinni stelpa). Enn fremur fór ég að spá í það hvort að álit MR-inga á  rapptónlist væri eins og mín, hvort við ættum sameiginlega uppáhaldsrappara o.s.frv. Ég rauk upp úr  rúminu mínu og hóf að hanna róttæka könnun sem átti eftir að verða byltingarkenndasta könnun  mannkynsins. Þessa könnun ætlaði ég mér að lyktum að birta á sjálfum Facebook-hópnum ,,’03 árgangur  MR” og gerði ég það kl. 22:58 á miðvikudagskvöldi. Eftir fimm daga voru 72 nemendur skólans (held ég)  búnir að spreyta sig á þessari könnun og voru þetta svona helstu niðurstöður hennar. 

,,Ert þú aðdáandi rapptónlistar?” 

Hér spurði ég nemendur hvort að þeir væru aðdáendur rapptónlistar og gaf ég þeim 4 eftirfarandi  möguleika til svars:  

1. Hell yeah  

2. Nah  

3. Jájá  

4. Er rapp einu sinni tónlist? 

71 nemandi af 72 svaraði þessari spurningu og voru niðurstöðurnar þessar: 

22 nemendur sögðu ,,Hell yeah” (31%), 12 nemendur sögðu ,,Nah” (16,9%), 31 nemandi sagði ,,Jájá”  (43,7%) og 6 nemendur sögðu ,,Er rapp einu sinni tónlist?” (8,5%)

Skoðun MR-ringa á rapptónlist 

Í þessum hluta könnunarinnar ákvað ég að spyrja þá 72 nemendur sem tóku þátt í henni hver skoðun  þeirra væri á rapptónlist. Ég gaf þeim 6 valkosti og hljómuðu þeir svona:  

1. Hún er mergjuð!  

2. Hún er ágæt  

3. Stundum getur hún verið góð  

4. Hún er oftast lágkúruleg  

5. Ég HATA rapptónlist 

6. Hún er ekki fyrir mig en ég skil hvernig hún getur höfðað til annarra 

71 nemandi af þeim 72 sem tóku þátt svaraði þessari spurningu. 

Flestir svöruðu ,,Stundum getur hún verið góð” en var það svar 23 nemenda (32,4%). 20 nemendur  hökuðu við ,,Hún er mergjuð” (28,2%), 12 nemendur svöruðu ,,Hún er ágæt” (16,9%) og 10 nemendur  sögðu ,,Hún er ekki fyrir mig en ég skil hvernig hún getur höfðað til annarra” (14,1%). Að lokum má  nefna að 5 nemendur sögðu að rapptónlist væri ,,oftast lágkúruleg” (7%) og 1 nemandi sagðist ,,HATA  rapptónlist” (1,4%).

Hvað er það sem heillar MR-inga við rapptónlist? 

Hérna spurði ég nemendur MR hvað það væri sem heillaði þá við rapptónlist. 67 af 72 svöruðu þessari  spurningu en svarmöguleikarnir voru eftirfarandi: 

1. Innihald textans 

2. Takturinn 

3. Hrynjandi textans/rímið 

4. Viðhorf rapparans 

5. Tilfinningin sem tónlistin framkallar 

6. Annað 

Það sem heillar MR-inga mest við rapptónlist (miðað við þessa 67 aðila) er taktur tónlistarinnar en 26  nemendur hökuðu við þann svarmöguleika (38,8%). Það sem virðist heilla MR-inga næstmest á eftir  taktinum er ,,Hrynjandi textans/rímið” en 18 nemendur af 67 samsinntu því (26,9%). Vinsæll  svarmöguleiki var einnig ,,Tilfinningin sem tónlistin framkallar” og sögðu 12 nemendur þetta (17,9%).  Þeir möguleikar sem nutu ekki eins mikilla vinsælda á meðal þessara 67 nemenda voru ,,Innihald  textans” (5 nemendur eða 7,5 %), ,,Annað” (4 nemendur eða 6%) og að lokum ,,Viðhorf rapparans” (2  nemendur eða 3%). 

Út frá þessari niðurstöðu er ekki háskalegt að álykta að það sé samræmi á milli þess sem heillar  nemendur í MR og uppáhaldsrappara þeirra þar sem að sá rappari (og aðrir uppáhaldsrapparar á meðal  MR-inga) er einnig nafntogaður fyrir sína snilli í taktsmíð.

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Hver er uppáhaldsrappari MR? 

Í könnuninni spurði ég MR-inga hver uppáhaldsrapparinn þeirra væri. Aðeins 36 af 72 þátttakendum  svöruðu þessari spurningu og samkvæmt atkvæðagreiðslunni er Kanye West uppáhaldsrappari MR-inga.  Hér eru niðurstöðurnar úr atkvæðagreiðslunni: 

Kanye West: 7 atkvæði 

MF-DOOM og Eminem: 4 atkvæði 

Childish Gambino, Kendrick Lamar, Playboi Carti, Kid Cudi og Herra Hnetusmjör: 3 atkvæði hver Tyler The Creator, J. Cole, Pop Smoke, Travis Scott, A$AP Rocky og Wu-Tang Clan: 2 atkvæði hver 

Pitbull, Lil Uzi Vert, Yung Lean, Ecco2k, Macklemore, Drake, Gucci Mane, Gústi B, 6ix9ine, Skepta, MED,  Quasimoto, 2Pac, Outkast, Baby Keem, King Von, Juice WRLD, Ski Mask The Slump God, Polo G, Flosi V  Slowthai, Gísli Pálmi, Logic, Biggie (The Notorious B.I.G.), BlazRoca og Cardi B: 1 atkvæði

Uppáhaldsrapptímabil MR-inga 

Fullyrðingin hljóðaði svo: ,,Ef ég þyrfti að hlusta á rapp frá aðeins einu tímabili þá myndi ég hlusta á:” og  átti hún að leiða í ljós hvert uppáhaldsrapptímabil nemenda úr ,,Lærða skólanum” væri. 69 nemendur af  72 fylltu í eyðuna. Gaf ég þeim 5 mismunandi tímabil í sögu rapps og voru þau þessi: 

1. 70’s rapp 

2. 80’s rapp 

3. 90’s rapp 

4. 00’s raoo 

5. Nútímarapp 

Vinsælasta tímabilið var vitaskuld ,,Nútímarapp” en völdu 32 nemendur (46,4%) þann valmöguleika.  Næstvinsælasta tímabilið var ,,90’s rapp” og völdu 18 nemendur (26,1%) það tímabil. Á eftir ,,90’s rappi”  kom ,,00’s rapp” og kusu 13 nemendur (18,8%) það tímabil. Að lyktum má nefna ,,80’s rapp” og ,,70’s  rapp” sem hlutu ekki eins mikillar hylli þar sem að 4 nemendur (5,8%) völdu 80’s rapp og aðeins 2  nemendur (2,9%) völdu 70’s rapp.

Hefur rapp slæm áhrif á samfélagið? 

Síðasta spurning könnunarinnar hljómaði svo: ,,Telur þú að rapp hafi slæm áhrif á samfélagið?” Hér  komu upp mjög áhugaverðar niðurstöður þar sem að 42 aðilar (59,2%) svöruðu ,,Nei” 25 aðilar (35,2%)  ,,Já og nei” og aðeins 4 (5,6%) ,,Já”. Þetta gefur til kynna að nemendur í MR hafi bersýnilega sterkar  skoðanir hvað rapptónlist áhrærir (miðað við 71 svar af 72 þeirra sem tóku þátt í könnuninni).

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search