Penni: Júlíana Karitas Jóhannsdóttir  

Þessa dagana er lífið frekar hversdagslegt ef að orði má komast þó svo að það sé afar óvanalegt hversdagsleikanum. Það er lítið í gangi og flestir eru eflaust heima heilu og hálfu dagana til þess eins að bíða og vonast eftir því að frelsið komi brátt. Þess vegna er fátt betra en að eyða tíma með sínu allra nánasta fólki, spjalla saman og njóta lífsins. Knúsið fær þó að bíða betri tíma og að sjálfsögðu skal fylgja þeim reglum sem eru í gildi. Stund með sínum nánustu getur þó gefið okkur ótrúlega mikið og við skulum reyna eins og hægt er að gera það sem hægt er að gera. 

Amerískar pönnukökur

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Hráefni:

4 egg

2 bananar

½ tsk. kanill

¼ tsk. lyftiduft

Aðferð:

Fyrst er eggjunum er hrært vel saman og svo er stöppuðum banönum bætt við ásamt kanil og lyftidufti. Þessu er blandað vel saman og svo steikt á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Tilvalið er að framreiða pönnukökurnar með berjum, rjóma og sírópi.

Snickers hrákaka – þriggja laga

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Hráefni (botn):

1 ½ dl salthnetur

1 ½ dl möndlur

2 msk. hnetusmjör

2 msk. kókosolía

Aðferð (botn):

Öllum hráefnunum er blandað saman í matvinnsluvél og botninum þrýst vel í bökunarform (helst kringlótt). Svo er formið sett inn í ísskáp/frysti á meðan fyllingin er útbúin

Hráefni (fylling): 

180 g döðlur

½ dl vatn við suðumark

2 msk. hnetusmjör

½ dl salthnetur

1 tsk. vanilla (má sleppa)

1 msk. kókosolía

Aðferð (fylling):

Döðlurnar eru settar í skál og soðnu vatni hellt yfir. Hin hráefnin eru sett í matvinnsluvél ásamt döðlunum eftir að þær hafa staðið í eina til tvær mínútur. Þessu er öllu maukað saman og svo er fyllingunni hellt í bökunarformið, yfir botninn. Formið er sett inn í ísskáp/frysti þar til kakan er orðin stíf í gegn.

Hráefni (súkkulaðikrem):

100 g suðusúkkulaði

1 ½ msk. kókosolía

Aðferð (súkkulaðikrem):

Kókosolían er brædd í pott og súkkulaðinu hrært saman við. Þegar súkkulaðiblandan er orðin þykk er henni hellt yfir kökuna sem er aftur sett inn í ísskáp/frysti þar til hún er stíf í gegn. 

Speltbrauð

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Hráefni 

5 dl spelt/heilhveiti

1 dl graskersfræ

½ dl hörfræ

½ dl sólblómafræ

1 ½ dl hafrar

1 msk. lyftiduft

1 tsk. olía

1 tsk. sítrónusafi

3 dl grísk jógúrt/ab-mjólk

2 – 3 dl. vatn

Ögn af salti

Aðferð:

Ofninn er stilltur á 180°, blástur. Svo er öllum hráefnunum nema vatninu blandað saman og vatninu bætt við smám saman. Deigið á að vera í þykkari kantinum en það á samt að vera hægt að hræra án of mikils afls. Næst skal smyrja brauðform með olíu eða smjöri og deiginu er hellt ofan í. Brauðið á að bakast í um það bil 45 mínútur en það fer allt eftir gerð og gæðum ofnsins. Fínt er að kíkja á brauðið eftir 35 mínútur, stinga prjóni ofan í það og sjá hvort að deig festist á prjóninum. Ef ekki þá er brauðið tilbúið.

Hummus

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Hráefni: 

350 g (ein krukka) kjúklingabaunir

1-2 pressuð hvítlauksrif

1 tsk. sjávarsalt

4 msk. sítrónusafi

1 dl vatn

½ dl vatn

40 g tahini

½ dl ólífuolía

3 msk. sólþurrkaðir tómatar

Aðferð:

Kjúklingabaunirnar, hvítlaukurinn og sjávarsaltið er blandað saman í um hálfa mínútu matvinnsluvél og svo er sítrónusafa og vatni bætt við og blandað í sama tíma. Því næst er tahini blandað saman við og ólífuolíunni hellt rólega ofan í meðan vélin er í gangi. Loks eru sólþurrkuðu tómatarnir settir út í vélina. Svo er að smakka og athuga hvort það megi bæta einhverju við eða ekki.

Eggjahræra

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Hráefni:

4 egg

¼ dl mjólk

50 g beikon eða skinka

Ólífuolía

Rifinn ostur að vild

Salt og pipar

100 g spínat (má sleppa)

Hálf paprika 

Aðferð:

Eggjunum og mjólkinni er pískað saman og kryddað með salti og pipar. Beikonið eða skinkan er steikt á pönnu upp úr olíu og svo tekið til hliðar. Um helmingur eggjahærunnar er sett á pönnuna og steikt þar til hræran er orðin föst um sig og þá er helmingnum af beikoninu/skinkunni, spínati, papriku (söxuð) og rifnum osti bætt ofan á. Svo er eggjahræran brotin í hálfmána og borin fram svoleiðis. Þetta er endurtekið aftur með hinn helminginn.

 Boozt

Hér eru þrjár hugmyndir að þeytingum sem tekur enga stund að gera. Hráefnunum er einfaldlega skellt í blandarann og voilà. Það er alveg óhætt að prófa sig áfram og skipta út einhverju af hráefnunum ef þau eru ekki til. Svo er bara að smakka til og bæta við ef þess þarf.

Berja

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

3 msk. grísk jógúrt

Handfylli af (frosnum) jarðarberjum

Handfylli af (frosnum) hindberjum

Handfylli af (frosnum) bláberjum

1 msk. chiafræ

1-2 dl vatn/mjólk

Morgun

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

4 msk. grísk jógúrt

Hálfur banani

1 msk. hnetusmjör

Handfylli af frosnu mangói

3 msk. haframjöl

1 msk. hörfræ

1-2 dl vatn/mjólkp

Grænn

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

 Lítill (frosinn) banani

Handfylli af frosnu mangói

Handfylli af spínati

1 msk. hörfræ/chiafræ

1-2 dl vatn/mjólk

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search