Ljóð eftir Lóu Ólafsdóttur

Án titils

Rólega snýrðu mér við, eins og

bolnum sem þú varst í um daginn.

Rólega sný ég mér á rönguna, til þess

að sýna þér rétta mynd af þér.

TITILL: 22. desember. 2018

HÖFUNDUR: Lóa Ólafsdóttir

Áramótin mín koma aðeins fyrr en hjá flestum.

Því að í dag fyrir ári 

ákváðum við að vera heilsteyptir menn, 

sem hittast í kaffi, skiptast á jólagjöfum og nokkrum orðum. 

Það var þá sem að við sameinuðumst í óreiðu.

Flugeldar eru ekkert nema sekúndu gleði.

Eina stundina logar bleikt glimmer á himninum,

en þá næst erum við einu skrefi nær eyðileggingu.

Plastpokar eru hentugir til að halda utan um vörur sem við kaupum í Bónus.

Eins eru þeir hentugir til þess að halda utan um hitt plastið, umbúðirnar og afgangs matinn, sem við urðum síðan í jörðina. 

Það þýðir mengun í jarðvegi og vatni.

Það þýðir að dýrin okkar verða slöpp og skrýtin.

Það þýðir að fundist hafa plast einingar í blóði fólks.

Það kviknaði í Ástralíu.

Það þýðir að loftslagið er að hlýna.

Það þýðir að það eru göt í ósonlaginu.

Sem þýðir tortíming mannkynsins.

Við getum ekkert gert, þótt að við reynum.

Því það er ekki fyrr en leiðtogar heimsins taka eftir, hlusta, trúa og breyta. 

Eins og litla stelpan í gulu regnkápunni,

sem kenndi okkur það sem skiptir máli:

Jörðin er okkar eina heimili

og það er ekkert plan B.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search