Skip to content

Ljóð eftir Lóu Ólafsdóttur

Án titils

Rólega snýrðu mér við, eins og

bolnum sem þú varst í um daginn.

Rólega sný ég mér á rönguna, til þess

að sýna þér rétta mynd af þér.

TITILL: 22. desember. 2018

HÖFUNDUR: Lóa Ólafsdóttir

Áramótin mín koma aðeins fyrr en hjá flestum.

Því að í dag fyrir ári 

ákváðum við að vera heilsteyptir menn, 

sem hittast í kaffi, skiptast á jólagjöfum og nokkrum orðum. 

Það var þá sem að við sameinuðumst í óreiðu.

Flugeldar eru ekkert nema sekúndu gleði.

Eina stundina logar bleikt glimmer á himninum,

en þá næst erum við einu skrefi nær eyðileggingu.

Plastpokar eru hentugir til að halda utan um vörur sem við kaupum í Bónus.

Eins eru þeir hentugir til þess að halda utan um hitt plastið, umbúðirnar og afgangs matinn, sem við urðum síðan í jörðina. 

Það þýðir mengun í jarðvegi og vatni.

Það þýðir að dýrin okkar verða slöpp og skrýtin.

Það þýðir að fundist hafa plast einingar í blóði fólks.

Það kviknaði í Ástralíu.

Það þýðir að loftslagið er að hlýna.

Það þýðir að það eru göt í ósonlaginu.

Sem þýðir tortíming mannkynsins.

Við getum ekkert gert, þótt að við reynum.

Því það er ekki fyrr en leiðtogar heimsins taka eftir, hlusta, trúa og breyta. 

Eins og litla stelpan í gulu regnkápunni,

sem kenndi okkur það sem skiptir máli:

Jörðin er okkar eina heimili

og það er ekkert plan B.