Ljóð eftir Jönu Björg Þorvaldsdóttur

Og það rignir

Bleytan rann af okkurgula jakkanum hans.

Það hefur rignt vikum saman,

hvern einasta dag.

Hljóðin eru huggandi,

róa mig eins og þau gerðu í æsku.

Þetta er eins og að liggja í tjaldi um hásumar

þegar hugarróin er í hámrki.

Það heyrist marr í möl undan þungum fótsporum,

vindurinn smýgur sér milli stráa

og það rignir.

Krumpaður pappírinn liggur á víð og dreif um gólfið.

Ég er enn róleg.

Hann æpir upp yfir sig

en ég anda inn, út, inn og út

Hann ber hnefanum í borðið.

Ég fylgist með árekstrinum eins og hann gerist margfalt hægar

og ég græt, rétt eins og rigningin.

Ólafur

Hvítur gluggi, stór og breiður starir á móti mér

blómamynstruð gluggatjöldin sitja sitthvoru megin við.

Sólin er ekki enn risin svo ég nýti gluggann sem spegil,

velti fyrir mér óskýru herberginu, litlu og snyrtilegu.

Vekjaraklukkan í símanum virðist hærri nú en aðra daga

Kannski er það veturinn sem er að skella á

eða kannski er það að nú vakna ég einn í kuldanum

en ekki með henni eins og áður.

Gangurinn og stiginn niður virðist þrengri en áður,

veggurinn er eini stuðningur minn.

Kannski kemst ég einhvern tíma héðan burt,

Burt frá minningunum, sorgunum og kuldanum,

burt frá rútínunni, kerrunni og þungri töskunni.

Burt frá sjálfum mér.

Gleðilegt nýtt ár/menningarnótt

Þær sprungu allstaðar í kringum mig,

minningarnar sem ég á,

leifarnar af okkur.

Þær flugu hátt upp á himininn

í fallegri litadýrð 

og hurfu.

Það er ekkert eftir núna

nema rjúkandi bál 

og þykkur sígarettureykur

allstaðar í kringum mig.

Ég loka augunum og hugsa til þín.

Ég hvísla ofurlátt:

„Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir allt sem liðið er“

 Kisan

Það kom köttur inn til mín í nótt

hann minnti mig á þig

hann læddist upp að mér

kúrði sig, klóraði mig og fór

Eftir sat ég

bólgin og sár

Það kom köttur inn til mín í nótt

hann minnti mig á þig

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search