Nýr framkvæmdastjóri opnar skrifstofu eftir sumarfrí

SÍF réði inn Katrínu Kristjönu í starf framkvæmdastjóra á vormánuðum. Hlutverk framkvæmdastjóra er daglegur rekstur félagsins og samskipti við aðildarfélög, fjölmiðla og skólastjórnendur.

Fyrsta verkefni SÍF er að halda aðalþing sem verður um miðjan/lok september á höfuðborgarsvæðinu. Aðalþing er haldið ár hvert og geta allir framhaldsskólanemendur á Íslandi boðið sig fram í framkvæmdastjórn SÍF. Framboð skulu berast framkvæmdastjórn áður en auglýstur framboðsfrestur rennur út ár hvert. Frekari upplýsingar um aðalþing verður komið áfram sem við biðjum ykkur að auglýsa vel og benda nemendum á. Þingið er frábær staður til að mynda dýrmæt tengsl og koma málefnum síns félags á framfæri. 

Það er alltaf skortur á góðu fólki í framboð og hvetjum við alla að gefa kost á sér til stjórnar SÍF. 

Aðalþing SÍF er stærsti umræðuvettvangur sambandsins þar sem lagabreytingar eru lagðar fram, stefna sambandins mótuð og ný stjórn tekur við keflinu.

Það er einlæg ósk okkar að nemendafélögin ásamt nemendum verði öflug að setja sig inn í málefni nemenda ásamt SÍF og mynda þannig öfluga liðsheild.

Sjáumst í vetur!

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search