Síðasti dagur Júlíusar á skrifstofu SÍF

Júlíus Viggó Ólafsson lauk síðasta starfsdegi sínum á skrifstofu SÍF í dag. Júlíus var fyrst formaður sambandsins 2020-2021 á miklum óvissutímum í alheimsfaraldri. Mikil áhersla var lögð á samskipti við stjórnvöld í stjórnartíð Júlíusar, þar sem fundað var reglulega með menntamálaráðherra til að vekja athygli á stöðu framhaldsskólanema.

Í kjölfarið lét stjórn Júlíusar vinna sálfræðiskýrslu á líðan nemenda sem síðan var afhent heilbrigðis og menntamálaráðherrum. 

Önnur verkefni sem Júlíus kom að eru m.a. Stuðningsbankinn, þar sem nemendur geta farið inn og kynnt sér aðgengi framhaldsskóla þegar kemur að vali á skóla fyrir sig. Stuðningsbankinn hefur gengið vonum framar og verðugt verkefni sem skrifstofa SÍF mun halda áfram að þróa. 

Í mars 2022 tekur Júlíus við sem framkvæmdastjóri SÍF tímabundið til að koma sambandinu í gegnum vormánuði og sumar. 

Sambandið þakkar Júlíusi fyrir góð og óeigingjörn störf í þágu félagsins. Það var mikið lán að fá Júlíus inn tímabundið á vormánuðum og óskum við honum alls hins besta í næstu verkefnum. 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search