Prjóna- og heklumenningin  

Fæstir framhaldsskólanemar hafa misst af því hve áberandi prjóna- og heklumenningin er á meðal ungs fólks. Að sjálfsögðu er það æðislegt að þetta sé nú raunveruleikinn, að allir sem hafi áhuga á handavinnu stundi hana án pressu um að „unglingar geri ekki svoleiðis.“ Ég segi að þróunin sé áberandi miðað við síðustu ár. En hvers vegna núna?  

Fólki hefur fundist gott að prjóna og hekla í mörg ár núna, fyrst og fremst þá er það nytsamlegt. Þú býrð til föt úr bandi. Bókstaflega. Það er einnig mjög róandi og er ákveðin hugleiðsla. Handavinna eru líka verkefni. Það er svo góð tilfinning að sjá árangur og ljúka við verkefni. Mér líður líka persónulega eins og ég sé afkastamikil þótt ég sé bara að horfa á sjónvarpið þegar ég er með prjónadótið. En ég held að tískan hafi blossað upp út af sömu ástæðu og ég varð allt í einu svona mikill prjónafíkill: nefnilega að mér drepleiddist í fjarkennslustundum. Ég fór í göngutíma, bakaði í tímunum, ég þurrkaði svo oft af hillunum mínum en það var ennþá ekki nóg. Ég náði bara alls ekki að halda athygli og prjónadótið hjálpaði við það. Ég hef alltaf verið prjónamanneskja, átt prjónadót hjá dótinu hennar mömmu og prjónað með henni sum kvöld við sjónvarpsáhorf. Eftir fjarnámið tók ég samt eftir því að ég væri háð, -og ég sá aðra í kringum mig líka (með prjónatöskuna á öxlinni og prjóna eða heklunál í höndunum labbandi á göngunum). Ég held líka að Covid hafi neytt fólk til að efla listamanninn í sér, handavinna, myndlist, tónlist, ritlist o.fl. Ég er alltaf að sjá fleira og fleira fólk sem hefur tekið að sér listaverkefni. Mér finnst þessi prjóna- og heklutíska svo geggjuð af því ég held alveg að margir hafi verið eins og ég, fundist gaman að handavinnu en ekki fattað að það er bara hægt að taka dótið með sér í skólann og prjóna allan daginn. Núna finnst mér geggjað að sjá hve margar nýjar hannanir eru alltaf að birtast á instagram og allt í kring. Ég vil líka minnast á að í MR stofnuðu nokkrir nemendur nefnd sem heitir Saumaklúbbur Framtíðarinnar. Það var geggjað kósý á saumakvöldi sem þau héldu um daginn í skólanum og svo margir sem mættu, reyndir jafnt og óreyndir prjónarar og heklarar.  

Penni: Gabriella Sif Bjarnadóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search