Nóvember-Jólin

Þið þekkið þetta flest. Helmingur þjóðarinnar flýr skammdegið með fallegum hugsunum um frið á jörðu og dagdraumum um nýja kaffivél. Þau munu líklega aldrei segja neinum að þau vilji nýja kaffivél, og verða mjög svekkt þegar engin las hugsanir þeirra. Hinn helmingurinn telur fyrrnefnda hópinn barnalegan. Þau vilja helst fá haglél í augun og eitur í kaffið sitt, bara til þess að finna tilfinningar aftur. Þetta er sannkallað stríðsástand sem brýst út, ár eftir ár. Þetta eru Nóvember-Jólin.

Báðir hópar hafa eitthvað til sín að segja, svo mikið er víst. ,,Jólabörnin” svokölluðu kjósa að njóta lífsins til fullnustu. Það að birta upp skammdegið með hátíð ljóssins er dásamleg hugmynd! Auk þess er fátt betra en að klára dýrindis kræsingar af disknum sínum, sérstaklega ef þú hugsar um fátæku börnin í Afríku á meðan. Fáfræði er alsæla.

Hinn helmingurinn mun líklega gera nákvæmlega sömu hlutina og ,,jólabörnin”, en þau ætla sér að vera mjög neikvæð á meðan, sem gerir þau sjálfkrafa betri. ,,Jólin eru ekkert annað en verkfæri spilltra kapítalista til að græða á láglaunafólki og menga náttúruna,” þú veist um það bil hvað þú ert að tala um. Jeff Bezos og allt þannig…

Líklega er ekki hægt að þóknast öllum. Ég legg til að þið gangið inn í hátíðarnar með þeirri vitneskju að ekkert sem þið gerið er rétt.

Gleðilega hátíð!

Penni: Embla Waage

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search