Í þessari grein ætla ég að fjalla um bækur sem ég hef verið neydd til að lesa í skóla og voru þær þess virði?

Of Mice and Men, John Steinbeck

Ef að þessi bók hefði verið einni blaðsíðu lengri væri ekki séns að ég hefði nennt að lesa hana. Sagan gerist í Kreppunni miklu í Bandaríkjunum og fjallar um þessa tvo gæja sem flakka frá bæ til bæjar í leit að vinnu. Það eina sem þú þarft að vita um þessa bók er eitthvað um Ameríska drauminn og er svona 80% viss um að þetta sé ádeila á Bandarískt samfélag. Segi að þessi bók sé alveg nokkurn vegin þess virði bara því hún er svo stutt. Mjög mikið minnst á kanínur.

Macbeth, William Shakespeare

Ég skildi ekki orð í þessu leikriti, myndin var samt alveg fínt. Leikritið gerist á Skotlandi einhvern tímann á seinasta árþúsundi. Fjallar um Macbeth sem kemst til valdi með því að myrða grey konunginn Duncan. Macbeth er síðann étinn upp af samviskubiti og vænisýki. Mæli eindregið með þessari bók einungis Lady Macbeth vegna, hin upprunalega girlboss.

Lord of the Flies, William Golding

Hef ekki lesið þessa bók svo ég ætla bara giska um hvað hún er. Pottþétt en önnur ádeilan á Bandarískt samfélag og eitthvað á þeim nótum. Um einhverja strákspjakka sem verða strandaglópar á einhverri eyðieyju og taka sig saman og stofna sitt eigið samfélag. Væntanlega fer allt á annan endan eins og við má búast. Allavega, hver vill ekki horfa á börn rústa heilu samfélögunum í staðin fyrir fullorðið fólk? 

Animal Farm, George Orwell

Kapítalískur áróður. Eitthvað með rússnesku byltinguna að gera man það ekki. Kommúnismi=slæmur. Fjallar um dýr sem gera hluti en þegar þau gera of mikið af hlutum hætta þau að vera dýr ándjóks man það ekki.  Já og Napóleon er svín held ég.

Englar Alheimsins, Einar Már Guðmundsson

Ég veit ekki hvort þetta sé óvinsæl skoðun en mér fannst þessi bók vera bara nokkuð góð. Ef ég man rétt eru allir karakterarnir með bullandi geðvandamál og helmingurinn af sögunni gerist á Kleppi. Ég man þó ekki mikið úr bókinni þar sem ég las hana í 8. bekk en mæli alveg með henni.

Penni: Katrín Valgerður Gustavsdóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search