Topp tíu plötur sem komu út á árinu

Sling eftir clairo

Sling er önnur plata Clairo, en fyrsta platan hennar, Immunity, hlaut miklar vinsældir. Platan kom út 16 júlí og fór beint inn á Billboard 200 listann þar sem hún fór í hæst í 17. sæti. Þessi plata er innblásin af Carole King, Paul Simon og Joni Mitchell og fjallar um að vera óviss um framtíðina, að eldast og að finna sjálfan sig sem er eflaust eitthvað sem margir lesendur geta tengt við. Gagnrýnendur segja að þetta sé mögulega besta plata Clairo og að hún sé orðin, og verði alltaf klassík.

Stefna? Folk-rokk, barokk-popp

Bestu lögin? Amoeba, blouse og reaper

Little Oblivions eftir Julien Baker

Little Oblivions er þriðja plata Julien Baker; en Julien er einnig hluti af tríóinu Boygenius ásamt Lucy Dacus og Pheobe Bridgers. Þessi plata fjallar um flótta frá erfiðum tilfinningum og að líða eins og maður geti ekki flúið. Textinn er strangheiðarlegur og tónlistin er mun fyrirferðarmeiri en hún var á fyrstu plötunum hennar. Þessi plata er fullkomin til að setja í gang á meðan þú liggur uppi í rúmi og starir upp í loftið inni í herbergi eða ferð í göngutúr í rigningu.

Stefna? Indie-rokk, alt-rokk

Bestu lögin? Faith healer, heatwave og crying wolf

If i could make it go quiet eftir girl in red

Það eru eflaust margir sem þekkja girl in red, en hún gaf út sitt fyrsta lag, I wanna be your girlfriend, á soundcloud árið 2016. If I could make it go quiet er fyrsta platan sem hún gefur út og hún stendur svo sannarlega undir væntingum. Platan byrjar á laginu Serotonin, sem fjallar um ágengar hugsanir og þunglyndi. Þrátt fyrir viðfangsefnið er mikil stemning í laginu, í rauninni er meirihlutinn af plötunni þannig. Lögin eru skemmtileg og það eru miklu læti í þessu en því sem hún gaf út áður en platan kom út, sem var mest svokallað “bedroom pop”. Þessi plata er fullkomin fyrir þig ef þú ert í ástarsorg, eða ef að umheimurinn er bara aðeins of mikið til að höndla eins og er.

Tónlistarstefnur? Indie-popp, indie-rokk

Bestu lögin? Apartment 402, rue og you stupid bitch

CALL ME IF YOU GET LOST eftir Tyler, the creator

Call me if you get lost er nýjasta plata hins geysivinsæla Tyler, the creator. Á þessari plötu leikur Tyler karakterinn Tyler Baudelaire, en hann er þekktur fyrir að leika karaktera, t.d á plötunni í laginu Radicals og á plötunni IGOR sem kom út árið 2019. Gagnrýnendur hafa kallað þessa plötu bestu plötu Tyler hingað til, en hún þykir mun tilkomumeiri en fyrri plötur. Þessi plata er skemmtileg og peppandi en líka róleg, það er bæði hægt að dansa við hana og gera heimavinnu.

Tónlistarstefnur? Hip-hop, r&b

Bestu lögin? WUSYANAME, SIR BAUDELAIRE og LUMBERJACK

Daddy’s Home eftir St.Vincent

St. Vincent sló í gegn með plötunum Massseduction árið 2017 og Masseducation árið 2018 en Daddy’s Home er mögulega besta platan hennar hingað til. Þetta er sjötta plata St. Vincent en hún er stútfull af skemmtilegum melódíum og áhugaverðum textum, maður þarf að hlusta á hana oftar en einu sinni því maður heyrir alltaf eitthvað nýtt við hverja hlustun. Daddy’s Home er fullkomin hlustun þegar þig langar að peppa þig upp, ert að læra eða þegar þú ert að gera þig til með vinunum. 

Tónlistarstefnur? Sækadelískt rokk, fönk

Bestu lögin? Daddy’s Home, Down og Candy Darling

We’re all alone in this together eftir Dave

We’re all alone in this together er eftir breska rapparann Dave. Viðfangsefni plötunnar eru alls ekki létt, en hann fjallar m.a geðheilsu, einmanaleika, rasisma, heimilisofbeldi og innflytjendur. Hann leikur sér með tungumálið af mikilli snilli, það hefur ekki breyst því að fyrsta platan hans, Psychodrama, fékk mikið lof fyrir sniðuga texta. Meðal þeirra sem koma að gerð plötunnar eru Stormzy, Snoh Aalegra og James Blake, en samstarf á milli Dave og Stormzy er eitthvað sem margir hafa beðið lengi eftir, en þeir hafa báðir gagnrýnt bresk yfirvöld harðlega í tónlistinni sinni. Þetta er plata sem maður þarf virkilega að hlusta á, það er algjörlega þess virði.

Tónlistarstefnur? Hip-hop 

Bestu lögin? Both sides of a smile, Clash og Survivor’s guilt

Solar Power eftir Lorde

Solar power er þriðja plata Lorde, en hún er allt öðruvísi en það sem við höfum heyrt frá henni. Síðasta platan hennar, Melodrama, kom út 2017 og var mjög vinsæl. Hún einkenndist af píanói og upbeat-popplögum. Á Solar power er Lorde mikið að nota gítara og er með rólegri lög. Lögin fjalla um samfélagsmiðla, innri frið og margt fleira. Það eru nokkur stór nöfn sem koma að gerð plötunnar, m.a er Jack Antonoff lagahöfundur á nokkrum lögunum (m.a Solar Power og Stoned at the Nail Salon) og Clairo og Phoebe Bridgers syngja bakraddir á Solar Power.

Tónlistarstefna? jaðarpopp, indie

Bestu lögin? ThePath, Mood Ring og California

SOUR eftir Olivia Rodrigo

SOUR er fyrsta plata Olivia Rodrigo of ein vinsælasta plata ársins hingað til. Eftir að lagið drivers license kom út í desember 2020, fyrsta smáskífan hennar, varð Olivia stórstjarna. Lagið náði fyrsta sæti á Billboard hot 100 listanum. Helstu viðfangsefni plötunnar eru að vera unglingur, reiði, afbrýðissemi, ástarsorg og óánægja; sem sagt mjög súrar tilfinningar. 

Tónlistarmennirnir sem veittu Rodrigo innblástur eru m.a Alanis Morissette, Taylor Swift og Kacey Musgraves. Olivia leikur sér með marga karaktera og steríótýpur á plötunni og í tónlistarmyndböndunum.

Þessi plata er sérstök því að hún hafnar þessum tilfinningum ekki heldur fagnar hún þeim, t.d í lögum eins og good for you og  jealousy, jealousy. Hún leyfir sér að skrifa allt niður, sérstaklega ljótu tilfinningarnar, og gefur þær frá sér.                   

Tónlistarstefnur? Popp, alt-popp

Bestu lögin? Deja vu, jealousy, jealousy og brutal

Vince staples eftir Vince Staples

Vince Staples er fjórða plata Vince Staples. Platan er bara 20 mínútur sem er frekar stutt miðað við aðrar plötur, en þrátt fyrir að platan sé stutt þá er mikið varið í hana. Hún kom út 9. júlí og er framleidd af Kenny Beats, sem hefur m.a unnið með Rico Nasty, ScHoolboy Q, Joji og Dominic Fike. Platan hefur hlotið góða dóma, m.a fjórar stjörnur frá Rolling Stone tímaritinu og NME og fimm stjörnur frá The Independent. 

Tónlistarstefna? Hip-hop 

Bestu lögin? Are you with that, sundown town og the shining

Lately I feel EVERYTHING eftir Willow 

Á plötunni notar Willow allt frá pop-rokki til pönks til þess að tjá gleði, hræðslu, stolt og paranoiu, hún er nefnilega, eins og nafn plötunnar gefur til kynna, að upplifa allt. Þessi plata er allt annað en það sem hún hefur gefið út áður, sem einkenndist af r&b og jaðartónlist. Á þessari plötu sleppir hún öllum hömlum. Byrjunarlagið, transparent soul, sem hún syngur með Travis Barker, var fyrsta lagið sem kom út sló í gegn á netinu og er nú með um 100 milljón spilanir á spotify. Willow leggur mikla áherslu á það að hún sé ein af fáum ungum svörtum konum sem eru í rokki og vill að platan sé óður til þeirra sem komu fyrir hennar tíma, hún vill líka ryðja veginn fyrir næstu kynslóð sem kemur inn í tónlistarheiminn. 

Tónlistarstefnur? Popp-rokk, popp-pönk og jaðarrokk.

Bestu lögin? Lipstick, transparent soul og 4ever

Penni: Salka Snæbrá

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search