Upprísandi tónlistarmaður

Tónlistarmennirnir Hrannar Máni og Snorri Beck (betur þekktir sem ÓVITI) eru á fullum hraða í tónlistarferlinum sínum. Hér fyrir neðan er stutt viðtal við Hrannar þar sem hann segir frá tónlistarferli sínum, komandi verkefnum og auðvitað, ÓVITA. 

Hver er ÓVITI? 

Nafnið ÓVITI kom aðallega út frá laginu ÓVITI (feat. JóiPé) en fyrir mér er ÓVITI í rauninni speglun af hver ég er, enginn filter né gríma, bara ég. 

Ég fór í gegnum mörg nöfn en ekkert klikkaði jafnvel og ÓVITI.

Hvaða skilaboð fylgja ÓVITA? 

Skilaboðin sem ég vil að fólk tekur út frá næstu plötu eru sú að mistök eru ekki skilgreining á hver þú ert, mistökin sem þú gerir eru í rauninni bara tækifæri til að læra af þeim og gera betur. Í næstu plötu sést verulega mikið hver ÓVITI er og ferlið á mér að verða ÓVITI. 

Hvenær byrjaði ástríðan þín fyrir tónlist? 

Ég hef alltaf hlustað á fjölbreytta tónlist og sokkið dáldið djúpt í tónlist af öllum gerðum, hef verið háður tónlist frá ungum aldri og hef alltaf verið áhugasamur um tónlist. Ég byrjaði á trommum þegar ég var aðeins 6 ára og hef alltaf tengt mig mest við trommur. Ég hef verið í mörgum af hljómsveitum sem voru allar mismunandi á sinn eigin hátt.

Hver er stærsta fyrirmyndin þín í tónlistar-framleiðslu? 

Hann Snorri er algjörlega mín stærsta fyrirmynd, hann er fáránlega mikill snillingur í tónlist. Hann hvetur mig mikið þegar við erum að semja, spila o.s.fv. þar sem hann hefur svo fjölbreyttar og skemmtilegar hugmyndir. Ekki má gleyma JóaPé, það var líka bara bilað að fá tækifærið til þess að gera lag með honum.

Hver er uppáhalds skrefið þitt í tónlistar-framleiðslu? 

Sko, uppáhalds parturinn minn er líklegast að heyra lagið koma saman. Ég fer alltaf í smá kast þegar ég heyri hversu vel þetta kemur út, þar að segja þegar hugmyndin er ekki lengur bara tónar í hausnum mínum og hún er loksins orðin að veruleika.

Hvar sérðu sjálfan þig eftir 10-15 ár? 

Úff, ég vona að ég sé ennþá að gera tónlist, ég allaveganna stefni á það. Draumurinn er líka að gera kvikmyndir, hef rosalega mikinn áhuga á kvikmyndagerð og vona að það verður stór hluti af minni framtíð. Langar líka að skrifa og semja fyrir aðra tónlistarmenn og vinna með allskonar fólki. 

Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri? 

Endilega kíkið á ÓVITA á Spotify og verið vör við næstu plötu sem kemur bráðlega. Allar upplýsingar fyrir upp á komandi gigg eða verkefni er hægt að nálgast á Instagram-inu 

@oviti_ og @snorribeck.

Penni: Sif


Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search