Sjálfstæði Hafnarfjarðar

Þann 1. júní 1908 barst til eyrna landans harmafregn mikil þess efnis að Hafnarfjörður hefði klofið sig frá Garðahreppi og væri þar með orðinn sjálfstætt bæjarfélag. Sérfræðingar reyna enn þann dag í dag að skilja hvað ráðamönnum stóð til en talið er að þessi ákvörðun hafi til að mynda leitt til þess að Hannesi Hafstein var vikið úr embætti ófáum mánuðum síðar. Þjóðin má því prísa sig sæla að Hafnarfjörður hafi ekki verið gerður að höfuðborg landsins eins og stóð til á 18. öld. Þó má velta því fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra og spyrja sig af hverju Hafnarfirði hafi ekki verið vikið með öllu úr Lýðveldinu Íslandi.

Til eru fordæmi fyrir því að hluta ríkis sé meinuð jafnrétthá staða og aðrir hlutar þess hafa, t.d. Malta og Breska samveldið 1955, og einnig að yfirvöld ríkis reki neðri stjórnunareiningu úr æðra sambandi, t.d. brottrekstur Singapúr úr Malasíu 1965. Þar sem okkur hefur þegar misfarist að nýta fyrri valkostinn og meina Hafnfirðingum aðgang að íslenskum ríkisborgararétti og þeim réttindum sem þeim fylgir finnst mér einungis réttlátt að við nýtum þann seinni og víkjum Hafnarfirði með öllu úr Lýðveldinu Íslandi. 

Með því gætum við leyst fjöldann allan af vandamálum eins og t.d. ESB-málið. Hafnarfjörður gæti þá gengið í ESB og íslenskir Evrópusinnar gætu flust til Hafnarfjarðar. Ísland fengi einnig nýjan viðskiptaðila en, svo fremi sem bæði ríkin ættu aðild að Schengen-svæðinu, ekki þyrfti að sinna landamæragæslu svo fátt myndi breytast varðandi fólks- og vöruflutninga. Þó myndi sjálfstæði Hafnarfjarðar gera nokkuð sem allir ættu að geta stutt, þ.e. stytta leiðina út á flugvöll.

Samkvæmt Google Maps er loftlínan frá miðbæ Reykjavíkur u.þ.b. 38 kílómetrar en akstursleiðin u.þ.b. 50 kílómetrar, þar af 12 kílómetrar innan marka Hafnarfjarðar. Af þessu má leiða að ef Hafnarfjörður væri ekki fyrir, mætti stytta leiðina út á flugvöll um 12 kílómetra. Náttúruunnendur hljóta að taka þessu fagnandi enda myndi þetta líklega gera Íslands kolefnishlutlaust eins og skot. Tími og peningar myndu einnig sparast og þess vegna ættu aðilar í ferðaþjónustu styðja sjálfstæði Hafnarfjarðar.

Sumir lesendur segja kannski að Hafnarfjörður geti ekki fúnkerað sem sjálfstætt ríki vegna smæðar en stærð, eða smæð, ætti ekki að vera fyrirstaða. Ef Hafnarfjörður væri sjálfstætt ríki væri hann einungis 192. fjölmennasta ríkið af 195 og það 191. stærsta, stærri en Vatíkanið á báða mælikvarða. Hafnarfjörður gæti einnig gengið í Sameinuðu þjóðirnar og fært Íslandi annað atkvæði þar, þar sem gera má ráð fyrir að ríkin tvö væru sammála um flest. Hver vill líka ekki hafa fleiri Norðurlönd?

Að lokum vil ég leggja til fána hins nýsjálfstæða ríkis og íslenska fánann til samanburðar: 

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is
Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Penni: Árni Pétur

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search