Hvað segir Subway pöntunin þín um þig?

Subway virðist alltaf vera til staðar. Sama hvar þú ert stödd/staddur þá er yfirleitt subway staður í nágrenninu til þess að fylla magann hjá hungruðum framhaldsskólanemum. Sem fyrrverandi starfsmaður á subway tók ég oft eftir því að það er margt sem val á bátum gat sagt um persónuleika manneskju. Hér hef ég safnað þeim saman og nú getur þú vitað hvað þín subway pöntun segir um þig. 

Buffaló kjúklingur

Þú höndlar sterkan mat, og þú gerir það að þínum aðal persónueiginleika. Þú gerir það að hefð að éta hráan chillipipar í partýum til þess að reyna að heilla gesti. Því miður er öllum drullusama um það að þú borðir sterkan mat. Vinsamlegast þegiðu takk fyrir. 

Kalkúnn

Þú ert að reyna þitt besta að passa upp á heilsuna eftir að þú last einhverja grein á netinu en veist ekkert endilega alveg hvað þú ert að gera. Þú lifir í endalausum ótta að allir séu að dæma þig. Það er enginn að dæma þig, þú mátt alveg losna aðeins upp. Þú getur þetta, þú ert nóg. 

Pizzabátur

Þú ert ung sál. Þú ert full/ur af von fyrir framtíðinni og villt alltaf líta á björtu hliðar lífsins. En jákvæðnin þín er ekki endilega alltaf viðeigandi og getur það stundum pirrað vini þína hvað þú virðist kærulaus um allt. Prófaðu að hlusta stundum almennilega á fólkið þitt og veita stuðning og nærveru frekar en að leita að lausnum á öllu 

Sterkur Ítalskur

Þú ert að fela eitthvað, eitthvað dimmt. Þú finnur fyrir sektarkennd á hverjum degi en þú ert búin/n að grafa þig allt of djúpt ofan í lygaholuna. Ég er að fylgjast með þér. 

Grænmetisbuff

Þú ert örugglega í MH og þú ert örugglega með mjög mikið surperiority complex yfir því að þú sért í MH. Þú póstar undirskriftarlistum daglega í instagram story en hefur ekkert endilega alltaf tíma til þess að skrifa undir þá sjálf/ur. Samt sem áður meinar þú vel og villt innst inni leggja þitt af mörkum við að gera heiminn að betri stað, einn grænmetisbuff bát í einu. 

Rifið grísakjöt

Það er laugardagur og þú ert blönk/blankur. Eina ástæðan fyrir því að einhver borðar rifið grísakjöt á subway er vegna þess að hann er bátur dagsins. 

BLT beikonbátur

Þú vaknar á morgnanna og tekur próteinduft í nefið. Þú sefur með standi. Þú tekur húsbíl í bekk og enginn hefur nokkurn tíman séð þig blikka augunum. Er allt í lagi með þig, eða? 

Grilluð kjúklingabringa 

Þú ert týpan sem drekkur straight up mjólk í glasi því þér finnst hún góð. Þú notar facebook daglega og það kemur stundum fyrir að þú hlægir ennþá að Grumpy Cat myndum. Mörgum finnst þú kannski úrelt/ur en það mikilvæga er að þú er hamingjusöm/samur í þínu eigin skinni.

Kalkúnn og skinka 

Þú ert of óákveðin/n um hvort þú eigir að velja þér skinku eða kalkún svo afhverju ekki bæði? Þessi hugsunarháttur á sér einnig stað í öllum öðrum hlutum lífs þíns. Þú veist ekki almennilega hvað þú átt að gera svo þú endar á því að taka allt of mikið á þig. Reyndu að anda inn um nefið og slaka aðeins á

Skinkubátur

Þú ert bókstaflega 12 ára eða yngri. Er ekkert að meina það illa eða neitt svoleiðis bara staðreind. Þú ert bara barn. 

Bræðingur

Þú vilt passa inn í hópinn. Þú ert hrædd/ur við að taka áhættur og prófa eitthvað nýtt. Farðu út í heiminn og láttu þitt raunverulega ljós skína! Ég trúi á þig! 

Túnfisksbátur

Þú ert örugglega raðmorðingi. Ég vil ekki tala við þig. Þú ættir að skammast þín. 

Steik og ostur

Þú ert pabbi á fimmtugsaldri 

Grænmetissæla

Þú ert einföld manneskja. Þú vaknar klukkan 6 á hverjum morgni og ferð út að skokka. Þú reynir að hugleiða reglulega. Þú ert á réttum stað í lífinu og hlutir eiga bara eftir að verða betri héðan frá 

Ítalskur BMT 

Þú ert of mikill hipster til að kaupa þér bara bræðing. Þér finnst bragðlaukarnir ekki fá að njóta sín almennilega og þarft þetta auka ,,kick” eða eitthvað svoleiðis kjaftæði. Þú ert ekki að blekkja neinn

Teryaki kjúklingur

Þig vantar eitthvað í lífið, en þú ert ekki alveg viss um hvað það er. Þú ert föst/fastur í sömu rútínunni alla daga og veist ekki hvernig þú átt að fara að því að brjótast út. Það er aðeins tvennt í stöðunni. Það er annað hvort að droppa öllu, flytja til útlanda og hefja nýtt líf eða einfaldlega ná sáttum með stöðuna þína núna

Salat

Þú ert svo viss um að þú sért besta manneskja í heimi; að allir öfundi þig. Þú heldur að þú sért aðalpersónan í lífinu. Það eina sem þér finnst skemmtilegra en að tala um sálfa/n þig er að gefa fólki óumbeðin heilsuráð Því miður þá eru allir vinir þínir að baktala þig.  

Penni: Ingveldur

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search