Penni: Embla Waage

,,Hve sæll eg styn: ó dýrðardásemd skæra, ó djúpa líf, ó ríka guðdómshaf.” Þetta segir okkar maður, Halldór Laxness, um vorið. Ekki lifir hann einsamall með þessa skoðun. Allstaðar um heiminn er fagnað nýjum litum, hlýrra veðri og kærkomnum breytingum. Þetta taka klæðskerar um allan heim afar nærri sér. Eftir dapurlegan og ógnvekjandi vetur nálgast sumarið óðfluga. En fyrst, vorið. Við sjáum helstu stefnur tískunnar i dag.

Gucci gerir nákvæmlega það sem því sýnist. Við höfum séð Michele árstíð eftir árstíð sýna frumkvæði í því sem, ótvírætt, hefur áhrif á flest öll vörumerki næstkomandi ára. Hvað tengir þessi verk saman í eitt safn? Engin veit. Það eina sem við getum séð er að þetta er Gucci.

Sjálf hef ég skiptar skoðanir um vorsafnið í ár. Að sjálfsögðu sjáum við margt kunnuglegt: óhefðbundin andlitsföll, víð jakkaföt og einstaka óspennandi og hefðbundin útbúnað. Án þess að þykjast yfir hafin eitt stærsta nafn tískuheimsins, þarf maður að spyrja sig nokkurra spurninga. Hver er tilgangurinn með leiðinlegum fatnað? Hvers vegna samþykkjum við þetta ár hvert? Að sjálfsögðu býr Gucci til pláss fyrir nýjar hugmyndir og stefnur, en hvers vegna er sumt af þessu svona leiðinlegt?

María Árnadóttir | Neminn.is

Bottega Veneta fær ekki mikið lof frá almúganum að þessu sinni. Samansafnið á að vera ,,leiðinlegt” og ,,of öruggt fyrir Veneta” Að þessu sinni er ég hjartanlega ósammála. Nánast hvert verk var ýmist bjart, dularfullt eða athyglisvert. Safnið var fjölbreytt. Það eina sem flest öll verkin áttu sameiginlegt voru klossarnir sem einhverra hluta vegna virkuðu. Þykk, prjónuð verk standa uppi í minningu minni. Þó bjartir litir, hnepptir jakkar og dökkur túrkísblár hafi einnig gripið augað. 

Auk þess var uppsetningin á sýningunni með skemmtilegu sniði. Sökum veirunnar góðu fengum við ekki hefðbundna lóðrétta göngu, heldur ófullkomin orm. Þessi ganga setti sinn svip á verkin og gerði sýninguna en meiri spennandi.

Saint Laurent gefur okkur sín hefðbundnu verk, enda er lítið að bæta við þau gömlu. Þau taka þátt í skornu og hnepptu jakkastefnunni, til ýmis hamingju eða vonleysi áhorfenda. Ef hvassir jakkar hræða ykkur verður vorið erfiður tími.

Saint Laurent virðist þó spennt fyrir vorinu. Við sjáum skýrt að þetta sé vor samansafn þar sem nokkrar stelpnanna klæðast stuttbuxum. Hver gæti ekki séð að dökkur klæðnaður æpir að veturinn sé í þann mund að enda? Að hálsklútar séu nauðsynlegur útbúnaður fyrir önn sólar og ylju? Þó skulum við ekki vera of harkaleg við þetta blessaða vörumerki. Það er erfitt að gera holdgerving haustsins að björtum og frjálslyndum skemmtikröftum.

María Árnadóttir | Neminn.is

Off-White tekur einnig þátt í jakkamenningunni. Þó má sjá margt ferskt í þessu safni. Auk þess að blanda rauðum, gráum og gulum í ólíkum verkum sjáum við loksins brúnan taka sitt pláss í vorsafni. Ég hef ekki tölu á því hve lengi ég hef beðið eftir þessu. Að einn daginn muni fólk taka mark á brúnum. Að styrkur hans skíni fram yfir börkinn. Þetta er mikill gleðidagur og skal komið fram við hann í samræmi það. Í dag klöppum við höndum saman og tilbiðjum Virgil Abloh fyrir gjörðir hans í þágu mannkyns. Öll önnur verk blikna í samanburði; það vantar eitthvað í þau öll. Það vantar brúnan. 

María Árnadóttir | Neminn.is

Ef þið eruð ósammála þessum niðurstöðum legg ég til þess að þið hugsið ykkar gang. Dragið djúpan andardrátt og veltið fyrir ykkur eftirfarandi spurningum. ,,Hvers vegna er ég svona?” ,,Hvers vegna neita ég að hafa rétt fyrir mér?” Flest höfum við skoðun á tísku, en aðeins ein er sú rétta.

María Árnadóttir | Neminn.is

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search