Fermata

Penni: Embla Waage

Þórdís Þórhallsdóttir rekur einsömul vistvænu verslunina Fermata. Sjálf er hún viðskiptafræðingur, með MPM-gráðu og kennslugráðu. Eftir að hafa unnið við störf tengd þessu ákvað hún að breiða út fagnaðarerindinu með þessum hætti – að stofna eigin verslun. 

Nafnið Fermata tók Þórdís úr tónfræði. Á einföldu máli má þýða þetta sem ,,staldraðu við”. Hugtakið er notað bæði um þagnir og tón í tónfræði. Þó, táknar fermata engan tiltekin takt. Listamaðurinn getur tekið sér jafn langa þögn og honum sýnist. ,,Mín tenging þar er að í þessari búð þarftu að staldra við, hugsa hlutina upp á nýtt og fara aðeins að gá hvað þú getir gert… Hér eru ekki allir að ganga á sama takti, en það eru samt allir að fara í sömu átt.” 

Tekur eitt skref í einu

Þegar hún er spurð um innblástur verslunarinnar segir Þórdís frá ákvörðunum sem má rekja langt aftur. ,,Ég er búin að versla umbúðalaust í nokkur ár. Maður þarf bara að taka eitt skref í einu. Ég er búin að nota fjölnota poka frá því að ég var 13 ára, ‘92, af því að ég var alin upp í Danmörku.” Hún útskýrir að hún eigi ennþá þessa poka, þó sumum hafi fundist það skrítið þar til fyrir nokkrum árum. 

Þótt búðirnar hér heima séu frábærar, bjóða þær mestmegnis upp á lúxusvörur. ,,Mér fannst vanta að geta fyllt á sprittið mitt, að geta fyllt á gljáan í uppþvottavélinni… Ég hugsaði svona; ef enginn annar er að gera þetta.” Þó Fermata bjóði vissulega upp á lúxusvörur er lagt áherslu á hversdagsvörur. 

Hefur trú á hringrásinni

Mikið af vörunum tilheyra persónulegri umhirðu. Þetta eru t.d. sjampó, hárnæring, tannkrem í töfluformi, tannburstar, tunguskafa og svo víðari. Auk þess er mikið úrval af t.d. hreinsunarvörum og öðrum heimilisvörum. Síðan má einnig finna bækur um “zero-waste” menningu, rakvélar, fjölnota rör og allskonar vörur sem hreinsa húðina. 

Eitt af því sem einkennir Fermata eru umbúðirnar. Þó Þórdís bjóði upp á krukkur og box, hvetur hún viðskiptavini til þess að koma með eigið. ,,Þótt það komi með gamla plastbrúsan utan af klósetthreinsinum… Ég hef trú á hringrásinni.” Hún vill að fólk og framleiðendur opni augun fyrir því hvað þetta getur verið auðvelt. 

Bjóða upp á milliveginn

,,Það eru ekki allar sápurnar hérna umhverfisvottaðar.” Þórdís útskýrir hvernig hún vill gera sem allra flesta hluta af hringrásinni. ,,Ef við hugsum um meðalljónið gæti virðst rosaleg stórt stökk að fara frá Ariel yfir í sápuhnetur.” Þess vegna býður Fermata einnig upp á milliveginn. Þau selja t.a.m. Ecoegg. Þótt þau séu búin til úr plasti er hægt að fylla á þau, auk þess eru þau ofnæmisvottuð. Aðrar vörur sem fara einnig þennan milliveg eru t.d. duftin frá Mjöll Frigg. ,,Sumir vilja byrja auðvelt og fara svo í eitthvað flóknara. En fyrir sumum er líka allt í lagi að koma bara með dunk og fylla hann. Þá erum við strax búin að taka plastið úr umferð.” Hún reynir vera með valkosti fyrir allskonar fólk, enda ekki hægt að þvinga alla í það sama. ,,Maður reynir að nálgast fólk á þeirra stað og toga þau áfram. Ekki bara þvinga þau. Þá fer engin yfir þröskuldinn.” Hún vitnar aftur í upphaflegu lýsingu sinni á Fermata – að við göngum öll hænuskref í sömu áttina.

Ekki jafn flókið og það virðist

Þó þetta geti verið framandi landsvæði fyrir Íslendinga, býður Fermata upp á þjónustu sem þekkist víða um Evrópu. ,,Útlendingar eru mjög duglegir [að versla í Fermata], þeir þekkja þetta auðvitað betur.” Þórdís segir að fólk sem býr eitt sé einnig duglegt að mæta – enda þægilegt að þurfa ekki að kaupa gríðarstórar umbúðir úr stórmörkuðum. Hún bætir við að fólk yfir fimmtugt, sem á unglinga, láti gjarnan sjá sig. ,,Unglingar eru rosalega meðvitaðir… Þá eru [foreldrarnir] að koma af því að unga fólkið benti þeim á.” Þórdís vill hvetja fjölskyldufólk til þess að mæta. ,,Ég held að fólk haldi að þetta sé ótrúlega flókið, en það er það ekki.” 

Peningar eru atkvæði

,,Unga fólkið er framtíðin. Unga fólkið skilur að hverju við erum að stefna… Unga fólkið sér plastvandamálið og veltir fyrir sér hvað þau geti gert.” Þetta segir Þórdís þegar hún er spurð hvers vegna ungt fólk ætti að versla vistvænni. ,,Þegar maður er ungur er maður svo uppfullur af eldmóð… Þið unga fólkið eruð búin að átta ykkur á því að það þurfi ekkert endilega að breyta öllu Íslandi; maður breytir bara sjálfum sér.”

,,Peningar eru atkvæði. Ef við höldum að við getum ekki breytt heiminum er það bara vitleysa… Í hvert skipti sem þú eyðir peningum ert þú að greiða atkvæði.” Hún bendir á það að óháð hvaða aldri við erum, er þetta leiðin til þess að gera heiminn betri. 

Fleir staðreyndir um Fermata:

-Fólk mætir oft undirbúið að versla. Þess vegna er ekki hægt að nálgast áfyllingar á vefversluninni. Þess í stað er hún oft notuð til þess að ýmist vafra í gegnum eða panta vörur á netinu.

-Til þess að búa til eitt tonn af plasti þarf tvö tonn af olíu. Fermata gerir þér kleift að fylla á hreinsunnar- eða hreinlætisvörurnar þínar í gömlu brúsunum. Með þessu móti forðast þú það að henda plastbrúsa á sama tíma og þau kaupir nýjan.

-Áfyllingarnar eru viktaðar. Það er einfalt að prófa lítið magn af t.d. sápu og vigta síðar meira ef hún hentar vel. Ef sápan hentar illa er lítill skaði skeður, þar sem þú verslar ekki heilar flöskur í senn.

-Hægt er að nálgast vefverslun Fermata á www.fermata.is. Auk þess má finna Fermata á Instagram (@fermata_vistvaen_verslun) og Facebook (@fermatavistvaenverslun).

María Árnadóttir | Neminn.is

María Árnadóttir | Neminn.is Þórdís Þórhallsdóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search