Skip to content

Ljóðskáld

Penni: Arnar Bjarkason

Ljóðskáld eru námumenn 

Sem grafa í sálir sínar

Höggva og höggva þar til senn 

Hugar þeirra dvína

Bíður þeirra gimsteinn sá

Sem situr afar bjartur

Mun ljómi hans verða tungumál 

Þeirra er reyna aftur

Daglega blasir við þeim sjón

Svo fögur að gasið breytist fljótt

Úr skaðlegri martröð í heimsins ljóð 

Sem aðrir líta á sem eilífa sótt

Upp úr heimi kaldra kola

Koma þeir međ námuvagn

Ber hann marga gullmola

Margir hverjir eru agn

Sem tæla menn í námuheiminn 

Sem fáir fá að sjá líkt og geiminn