Útvarp alla landsmanna

Pæling: afhverju í andskotanum get ég ekki farið inn á vefsíðu RÚV og horft á allt efni sem stofnunin hefur framleitt eða keypt? Afhverju þarf ég að panta einhvern tíma á einhverju bókasafni, mæta í efstaleiti á milli 13 og 16, og borga einhvern 4000 kall til að horfa á það efni sem ég vil horfa á. Það er til endalaust af æðislegu gömlu íslensku sjónvarpsefni sem er bara ekki aðgengilegt neins staðar og það er hræðilegt. Ríkisútvarpið ætti að leggja alveg jafn mikinn pening í nýtt sjónvarpsefni og að varðveita það gamla góða. Sem dæmi má nefna að frábærar glæpaseríur á borð við fangar og hraunið eru ekki aðgengilegar neins staðar á Íslandi. Það hefur aldrei verið jafnmikilvægara að það sé til mikið af gæða-íslensku sjónvarpsefni þegar nánast öll menningarinntaka ungs fólks er á ensku. Afsakanir um peningaleysi fyrir netþjónum og réttindahafavandamálum eru bara ekki nægilega góðar og það er aumingjaskapur að RÚV þori sér ekki að færa sig yfir á 21. öld. Hættum að vera risaeðlur og gerum sjónvarp allra landsmanna nútímavænna. Við ættum að geta farið inn á ruv.is og horft á allt það frábæra  sjónvarpsefni sem hefur verið gert hér á landi. Þetta er hægt, skoðið bara vefsíður ríkisútvarpa erlendis, þar eru miklu meira úrval og efnið aðgengilegra. Svo má að bæta við að það væri sniðugt að gera eins og norðmenn gera fyrir heimamenn erlendis, þ.e.a.s í stað þess að blokkera i.p adressur, þá ættu íslendingar að geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum. Íslendingar sem búa erlendis eiga nú þegar erfitt með að viðhalda áhuga barna sinna á að læra íslensku og myndi aðgengi að íslensku barnasjónvarpsefni hjálpa mikið. 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search