Tónlistartegund vs persónuleiki

Penni: Arnar Bjarkason

Tónlist er frábært fyrirbrigði, eða svo segja um 90% mannfólks á jörðinni. Tónlist er einnig stór hluti af lífi hvers og eins í samfélaginu, hvort sem að fólki líkar við það eður ei og getur tónlist því verið afar stór hluti af sálrænu mótunarferli einstaklinga samfélagsins. En hvers vegna er til eitthvað sem heitir ,,tónlistarsmekkur” og hvað er það við uppáhaldstónlistartegund þína sem heillar þig svona upp úr skónum? Er tónlistarsmekkurinn þinn góður leiðarvísir um persónuleika þinn? Hér að neðan eru nokkrar mögulegar skýringar fyrir því hvers vegna þú laðast að tiltekinni tónlistartegund þar sem að það sem við hlustum á er nú að hluta til hluti af okkar sjálfi.

Rapp/Hip Hop

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Mos Def (1999)

Þú ert vanur því að loka á þér þverrifunni hvað óvirðulegar athugasemdir áhrærir og ert mjög hlutdrægur, innhverfur og félagsfælinn. Það eitt að sjá rapp og hip hop (tvær mismunandi tónlistartegundir) skelltar saman í sömu tónlistarsúpu gæti orðið þér til mikillar skapraunar. Þú veist að hip hop er menningarlegt líferni og rapp er ekkert annað en ljóðrænn flutningur. Þú ert líka þreyttur á því að heyra það að auðvelt sé að semja rapptónlist og að samning slíkrar tónlistar krefjist ekki mikillar viðleitni. Þetta á líklegast þó aðeins við þig ef þú ert rappaðdáandi. Aðdáendur hipp-hopps eru á hinn bóginn orkumiklir og taktfastir hlustendur (þeir hafa einnig tilhneigingu til þess að vera hrokagikkir). Þeir njóta helst félagslegrar þáttar tónlistarinnar: dansa, syngja með og upplifa hana með öðrum í stað þess að sitja einir út í horni með hana í heyrnartólum sínum. Eins og rapparar sjálfir, töldu hipp-hopp aðdáendur sig vera úthverfir og töldu sig vera með mikið sjálfsöryggi líkt og kom fram í rannsóknum North. Önnur rannsókn sýndi fram á það að bæði hipp-hopp og rappaðdáendur séu líkir Kanye West að því leyti að þeir eru haldnir „blirtatiousness“ en það er sú tilhneiging til að glopra út úr sér hugsunum um leið og þær myndast (er það talið góð ástæða fyrir því að rapparar séu færir í að leika af fingrum fram í list sinni líkt og djasstónlistarmenn).

Raftónlist

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Skrillex (2012)

Þú hefur varið nokkrum mánuðum ævi þinnar á tónlistarhátíðum. Þú ert mikill unnandi glæfraferða og neytir „gleðiefna”. Þú veist að þessi tónlist sé meira en aðeins rafrænn hávaði og þú veist líka að samning EDM-tónlistar krefst meistaralegs skilnings á tónfræði og tæknilegri getu. Þú ert skemmtilegur, fordómalaus, víðsýnn og mjög líklega mikill dýrkandi partýa.

Þungarokk

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Skálmöld (2012)

Þú ert þýð og skapandi manneskja en þig skortir sjálfsöryggi og ert afar félagsfælin. Einnig sýna sumar rannsóknir að þeir sem hlusta á þungarokk séu latari heldur en aðrir og femur þverúðugir.

Kántrí

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Carrie Underwood (2019)

Þú hefur íhaldssöm gildi og ert nógu framfarasinnaður til þess að þekkja ástríðu þína fyrir tónlist. Þú virðist skilja að kántrí sé ekkert nema tónlist ástar, löngunar, ábyrgðar og skyldu. Þú ert traustur, eljusamur, hæverskur og óbrigðull einstaklingur. Einnig ertu viðmótsþýður og afar líklega úthverfur. Aftur á móti ertu líklegri til þess að vera þröngsýnni en aðrir hvað samþykki annarra tónlistartegunda varðar.

Sígild tónlist

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Ludwig van Beethoven (1820)

Þetta hófst allt með slaghörpukennslum og löngum, erfiðum nóttum í námi og núna spilast þessi tónlist umhverfis þig allan liðlangan daginn, bæði í bakgrunni og forgrunni lífs þíns. Fágaði smekkur þinn gerir þér kleift að kryfja hverja samsetningu til mergjar. Þú gaumgæfir oft og tíðum hvað gerir hverja tónsmíð sérstaka. Þú og saga eru mjög líklega hollvinir og þú eyðir hugsanlega of miklum tíma í að horfa á tónlistarverk í stíl fyrri tíma á Netflix. Þú ert skapandi, sjálfsöruggur, ábyggilega skarpgreindur og innhverfur einstaklingur.

Popptónlist

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Lady Gaga (2014)

Poppaðdáendur virðast ekki vera eins skapandi og aðdáendur annarrar tónlistartegundar og hafa tilhneigingu til þess að vera áhyggjufyllri en aðrir. Þó er ekki öll von úti þar sem að fólk sem hlustar á popptónlist er oftast mannblendnara, sjálfsöruggara og þægilegra viðureignar. Ef þú hlustar á popp ert þú einnig líklegri til þess að nota tónlist sem ákveðna leið til þess að hafa stjórn á skapi þínu og ræðst skapið þitt ríkulega af því hvers konar tónlist þú hlustar á.

Graðhestatónlist (djók)

Rokktónlist

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

AC/DC (1981)

Þeir sem hlusta á klassíska rokktónlist eru eljusamir og eru vanalega færir í því að hafa stjórn á skapi sínu. Þó er helsti löstur þeirra sá að þeir eiga það til að vera eilítið borginmannlegir. Líkt og poppaðdáendur nýta þeir sér tónlist til þess að hafa hemil á skapi sínu. Dýrkendur indí-rokks eru iðulega afar skapandi og víðsýnir en hafa lítið sjálfsöryggi og eiga það til að vera iðjuleysingjar. Þeir sem hlusta á ræflarokk (pönkrokk) eru einkar tilfinningaríkir og orkumiklir en skortir þá meðaumkun.

Djass og blús

Stefán Árni Gylfason | Neminn.is

Miles Davis og John Coltrane (1960)

Þú ert afar víðsýnn og býrð yfir gífurlega frjóu ímyndunarafli. Kalla mætti þig Auði djúpúðgu því að þú ert mjög líklegur til þess að leggjast afar djúpt í hugsanir þínar. Þú og rapptónlistardýrkendur búið kannski yfir sameiginlegum eiginleika og er sá eiginleiki það að geta leikið af fingrum fram á sannfærandi hátt.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search