Hvaða eldgos ert þú?

Penni: Katrín Valgerður

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvaða eldgos þú værir ef það væri búið að persónugera eldgosin sem menntaskólatýpur? Örygglega ekki, en örvæntu ei lengur þar sem þessi spurningalisti mun sálgreina þig í ræmur og segja þér nákvæmlega upp á hár hvaða gos þú ert.

Hvert er mottóið þitt?

a) What doesn´t kill ya makes ya stronger

b) Þetta reddast

c) Yolo

d) Be the best version of yourself

e) Ha?

Það er föstudagskvöld, hvað ert þú að gera? (fyrir Covid)

a) Fer á rúntinn og sé hvað er að gerast

b) Heima að horfa á æði

c) Fer á Spot

d) Heima að læra eða sýni mig á einhverjum viðburði

e) Heima sofandi eða deyjandi áfengisdauða í einhverjum runna

Þú ert að deyja úr hugri, hvaða matur verður fyrir valinu?

a) Dominos

b) Aktu taktu

c) Subway

d) Local

e) Það sem liggur á gólfinu í eldhúsinu

Veldu íslenskan tónlistarmann

a) Flóni

b) JóiP og Króli

c) Herra Hnetusmjör

c) Bríet

d) Bubbi

Hvaðan færð þú koffínið þitt?

a) Nocco

b) Red bull

c) Collab

d) Kaffi

e) Monster

Stjörnuspá hot or not?

a) Not

b) Hot

c) Hot

d) Hot

e) Hot

Þú fellur á prófi, þín fyrstu viðbrögð eru:

a) Alltaf hægt að taka áfangann aftur

b) Hvenær fellur maður ekki?

c) Gráta smá

d) Tilveran hrynur í kring um þig og þú þorir ekki lengur að sýni þig á almannafæri

e) Klappa sjálf/ri/um/u mér á bakið fyrir að hafa tekið prófið

Hvernig ferð þú í skólann?

a) Keyri á toyota yarisnum mínum sem pabbi splæsti í

b) Tek strætó því ég er búi/n/nn/ið að falla á bóklega 5 sinnum

c) Pabbi skutlar

d) Hjóla

e) Labba, er ekki byrj/uð/aður/að í ökunáminu

Hvernig glósar þú?

a) Bara það merkilegasta þegar ég nenni því

b) Kann ekki að glósa

c) Glósa svona semi-samviskusamlega

d) Er með fullkomnar glósur og lita þær í frítíma mínum

e) Hvað er það?

Flest a: Eyjafjallajökull 2010 (ísúrt sprengigos)

Til hamingju, þú ert Eyjafjallajökull 2010. Þú ert svo mikil froða að það hálfa væri nóg. Þú röltir um hugsandi um sjálfan þig ánæg/ð/t/ur með lífið og tilveruna og hefur persónuleika samanber örbylgjuofn. Þú ferð í ræktina annan hvern dag og drekkur nocco í lítra tali ásamt því að dreyma um að fara í sálfræði í HR. Á sunnudögum ferð þú á rúntinn á Vesturbæjarís og færð þér bragðaref með jarðaberjum, lúxusdýfu og hockey pulveri. Kæri Eyjafjallajökull minn slakaðu aðeins á í ljósinu, þú munt líta út eins og krumpuð leðurtaska eftir 30 ár.

Flest b: Lakagígar 1783-1784 (basískt hraungos)

Til hamingju, þú ert Lakagígar 1783. Þú vaknar á mánudagsmorgni allt of seint og byrjar morguninn á að stara aðeins út í tómið. Þegar þér loksins tekst að komast á lappir brunaru í skólann á 90 á 60 götu dælandi í þig red bull. Þú er miðja alls drama og átt þannig erfitt með að halda stöðugum vinahópi. þú fyrirlítur allt og alla en samt ekkert meira en sjálfan þig. Elsku Lakagígar stundum snýst tilveran bara ekki um þig og það er allt í lagi.

Flest c: Holuhraun 2014-2015 (basískt hraungos)

Til hamingju, þú ert Holuhraun 2014-2015. Þú ert lítið og sætt óöruggt busakrútt. Þú mættir í gallajakka með collabið þitt á fyrsta deginum á félagsvísindabraut eða eitthvað í þeim dúr. Þú hefur aldrei átt frumlega hugsun á þinni lífstíð og stefnir á að gönna beint á vinnumarkaðinn eftir menntaskóla. Þú aflitaðir hárið þitt líklegast annan mánuð inn í fyrstu önnina og annað heimilið þitt er Spútnik í Kringlunni. Þú hangir alltaf með sama vinahópnum sem samanstendur af þremur vinum þínum úr grunnskóla sem þér líkar ekki einu sinni við. Æi litla Holuhraunið mitt, þetta verður allt í lagi.

Flest d: Gos í Geldingadölum 2021 (basískt hraungos)

Til hamingju, þú ert gos í Geldingadölum 2021. Þú ert það heitasta í augnablikunu og hefur það bara skítsæmilegt. Þú ert formaður nemendaráðsins og drekkur cappuccino með haframjólk og espresso skoti. Þú ert þó með góðar einkunnir og ferð örugglega í læknisfræði eftir menntaskólann. Þú setur alltaf myndir af sætu litlu frændsystkinum þínum á insta story þegar það er ekki fullt af umhverfis-aktívisma áróðri. Þú ferð alltaf til Akureyrar um páskana á skíði og síðan æfiru líka sund svona 17 sinnum á viku. Gos í Geldingadölum flott hjá þér, haltu bara áfram á sömu braut.

Flest e: Katla 1918 (basískt sprengigos)

Til hamingju, þú ert Katla 1918. Þú ert álíka snargeðveik/t/ur og þetta blessaða ár 1918 var. Þú átt svona 3 vini max sem eru allir kexruglaðir og ert líklegast á opinni braut. Þú átt án vafa landsmetið í monsterdrykkju og gengur á þriggja tíma svefni á góðum degi. Þú klæðist svo víðum fötum að þú lítur út eins og labbandi sirkús-tjald. Þegar þú ert ekki að skrópa ertu líklegast rot/uð/ur/að fram á skólaborðið þitt með heyrnatól í eyrunum hlustandi á mother mother. Kæra Katla, reyndu að mæta í skólann svona annað slagið.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search