Hrúðurkarlar

Hret og hrúðurkarlar 

Harðneskjulegir fjandar 

Dvelja duttlungafullir 

Á dökkum steinum þunnir 

Í fjörunni liggja þeir fastir 

Þar sem freri og gerringur ríkja mest 

Líkt og kaldur logheimur, sú kölskapest 

Mun kæfa allt og alla í hasti 

Þrífast þeir ýmist í flóði eða fjöru 

Og þrákelknir límast að stafni 

Og jafnvel í heitasta hyldýpi Möru 

Heita þeir hrjúfara nafni 

Lifa með öðrum en lifa þó senn 

Í langgæðri einsemd og biturð

Von fyrir frelsinu finna þeir enn

Þar til Maran draum þeirra hylur

  • Ljóðskáld: Arnar Bjarkason

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search