The European Solidarity Corps

Penni: Embla Waage

Ótal margir segja að þeir vilji láta gott af sér leiða. Þetta eru afskaplega hjartnæm orð. Hve margir ætla sér þó að standa við þau? Fólk er einfaldlega ekki tilbúið að stíga út fyrir sinn þægindaramma eða umfram getustigið. Þetta er að sjálfsögðu skiljanlegt. Sem betur fer fyrirfinnst fólk í þessum heimi sem hugsar í lausnum. Hvaða fólk er þetta? Að sjálfsögðu er þetta fólkið sem skapaði  ,,European Solidarity Corps“.

,,The European Solidarity Corps“ er áætlun sem styrkir sjálfboðaliða við störf í Evrópu. Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins stjórnar verkefninu sem fer fram víða um alla heimsálfuna. Tilgangur verkefnisins er að efla ungt fólk og styðja þau í sjálfboðastarfi í sínu landi eða utan þess. Ýmist geta einstaklingar á aldrinum 18-30, samtök, fyrirtæki eða stofnanir tekið þátt. Samtökin þurfa að vera Gæðavottuð en annars fyrirfinnast engar fleiri takmarkanir á þátttöku. 

Hægt er að sækja um styrki fyrir tvær mismunandi tegundir verkefna: sjálfboðaliðaverkefni og samfélagsverkefni. Sjálfboðaliðaverkefnin eru fjölbreytt og geta ýmist verið innanlands eða í öðrum ríkjum Evrópu. Einstaklingar eru almennt sendir af samtökum og sveitafélögum í 2-12 mánuði. Auk þess geta 10-40 manna hópar tekið þátt í 2 vikur til 2 mánuði. Samfélagsverkefnin eru aftur á móti tækifæri til þess að koma þínum hugmyndum í raunveruleikan. Þetta er því svokallað frumkvæðisverkefni. Þessi verkefni geta t.d. verið að aðstoðað fólk við allskyns félagsleg vandamál, efla umhverfis- og náttúruvernd og auka þátttöku í lýðræðislegum málum.

Auk þess að vera frábær leið til þess að gefa af sér til samfélagsins eru margir kostir við verkefnin. Þið getið kynnst nýjum einstaklingum og jafnvel eignast góða félaga. Reynslan sem þið getið fengið er gífurlega dýrmæt og getur nýst ykkur vel í gegnum lífið. Á einhverjum tímapunkti lokast glugginn til þess að taka að sér þessi verkefni. Núna er tíminn til þess að blómstra.

Fyrir áhugasama er hægt að kynna sér meira um efnið í kyrningsbæklingi sem finnst á vefsíðu verkefnisins (www.europa.eu/youth/solidarity_en). Þar fer einnig skráning fram rafrænt í febrúar, apríl og október.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search