Háskólinn á Akureyri

Tekið saman af Stefáni Árna

Félagsfræði

Háskólinn býður upp á hefðbundið félagsfræðinám þar sem skoðað er samspil einstaklinga, samfélags og menntunar. Það eru í boði fjölbreytt valnámskeið til dæmis á sviði afbrotafræði, kynjafræði, byggðafræði og málefnum norðurslóða.

Inntökuskilyrði: stúdentspróf eða annað sambærilegt próf

Störf að námu loknu: í störfum tengdum málefnum flóttamanna, félagsstarfi unglinga, við hagnýtar rannsóknir og í sveitarstjórnarmálum.

Möguleiki á skiptinámi:

Fjölmiðlafræði

Í fjölmiðlafræði lærir maður miðlun efnis í dagblöðum, útvarpi, sjónvarpi og samfélagsmiðlum. Námið hentar þeim sem hafa gaman af því að skrifa og þeim sem hafa áhuga á fólki.

Inntökuskilyrði: stúdentspróf eða annað sambærilegt próf

Störf að námu loknu: Vinna í útvarpi, sjónvarpi, netmiðli, dagblaði eða tímariti. Það eru líka ýmis fyrirtæki sem ráða fjölmiðlafræðinga til þess að finna sem upplýsingafulltrúi.

Möguleiki á skiptinámi:

Hjúkrunarfræði

Háskólinn býður upp á sveigjanlegt nám í hjúkrunarfræði og hefur fengið alþjóðlega viðurkenningu.

Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða annað sambærilegt, en eingöngu bestu 75 nemendur fá að halda áfram eftir haustmisseri

Möguleiki á skiptinámi: já, einnig hægt að stunda klínískt nám við samstarfsstofnanir á öðrum Norðurlöndum

Iðjuþjálfunarfræði

H.A. er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í iðjuþjálfunarfræði en þar beinir þú sjóum að því sem fólk tekur sér fyrir hendur í daglegu lífi.

Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða annað sambærilegt próf

Störf að námu loknu:  ýmis störf innan velferðarþjónustu, menntastofnana og félagasamtaka, og á almennum vinnumarkaði.

Möguleiki á skiptinámi: á meistarastigi

Kennarafræði:

Það eru tvö kjörsvið, leikskóla- og grunnskólasvið. 

Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða annað sambærilegt próf

Störf að námu loknu: Nám í kennslu við grunn- og leikskóla.

Möguleiki á skiptinámi:

Líftækni:

Hér lærir þú grunninn til þess að starfa við rannsóknir og er námið góður grunnur fyrir framhaldsnám í raunvísindum og líffræði

Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða annað sambærilegt próf

Störf að námu loknu: Starf hjá mörgum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum í líftækni.

Möguleiki á skiptinámi:

Lögfræði

Það sem er öðruvísi við lögfræði nám í Háskólanum á Akureyri er alþjóðleg nálgun og sveigjanlegt námsfyrirkomulag.

Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða annað sambærilegt próf

Störf að námu loknu:  ýmis störf innan fyrirtækja 

Möguleiki á skiptinámi:

Lögregla

Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í lögreglufræði. Fyrst færðu diplómapróf og öðlast svo starfsréttindi sem lögreglumaður. Svo er hægt að bæta við sig 60 ECTS einingum til BA prófs í lögreglu- og löggæslufræði. 

Inntökuskilyrði: stúdentspróf

Störf að námu loknu: lögreglumaður

Möguleiki á skiptinámi: ekki í diplómumáminu en hægt í BA náminu.

Náttúru- og auðlindafræði

Diplómunám fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru- og lífvísindum og grunnur fyrir frekara nám í líftækni og sjávarútvegsfræðum.

Inntökuskilyrði: stúdentspróf

Störf að námu loknu: Gráðan veitir ekki starfsréttindi 

Möguleiki á skiptinámi:

Nútímafræði

Eini skólinn sem býður upp á nám í nútímafræði. Í náminu er lögð áhersla á að fræðast með gagnrýnum hætti um nútímasamfélagið.

Inntökuskilyrði: stúdentspróf

Störf að námu loknu: t.d á sviði menningarmála, kennslu, fjölmiðlunar og upplýsingamiðlunar.

Möguleiki á skiptinámi: já

Sálfræði

Lögð áhersla á að fræðast um mannlega hegðun, hugsun og tilfinningar. Það sem H.A. hefur fram yfir aðra skóla er sveigjanleiki í námi og námsmati

Inntökuskilyrði: stúdentspróf

Störf að námu loknu: með framhaldsnámi öðlast þú réttindi sem sálfræðingur en annars getur þú starfað við rannsóknir og sem forvarnarfulltrúi

Möguleiki á skiptinámi: já

Sjávarútvegsfræði

Þú lærir að takast við verkefni á sviði sjávarútvegs. Það er hægt að fá viðskiptafræðigráðu með ef þú bætir við einu ári, námið væri þá fjögur ár.

Inntökuskilyrði: stúdentspróf

Störf að námu loknu: starf hjá sjávarútvegsfyrirtækjum sem t.d. framkvæmdastjóri, framleiðslustjóri, sviðsstjóri, gjaldkeri, útgerðarstjóri, verkstjóri, gæðastjóri, markaðsstjóri.

Möguleiki á skiptinámi: já

Tölvunarfræði

Tölvunarfræði við H.A. er í samstarfi við HR, námsefnið kemur þaðan, borga skólagjöld þangað en hafa aðgang að aðstöðu H.A. Svo er líka í boði 2 ára diplómagráða.

Inntökuskilyrði: stúdentspróf

Störf að námu loknu: námið er góður undirbúningur fyrir þátttaka í atvinnulífinu og framhaldsnám bæði á Íslandi og erlendis.

Möguleiki á skiptinámi: já

Viðskiptafræði

Í viðskiptafræði við H.A. geta nemendur valið milli staðar- og fjarnáms. Hægt er að leggja áherslu á  annað hvort stjórnun og fjármál, stjórnun og markaðsfræði eða sjávarútveg sem aukagrein.

Inntökuskilyrði: stúdentspróf

Störf að námu loknu: Margir starfsmöguleikar hjá fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum, bönkum og tryggingarfélögum og fleirum.

Möguleiki á skiptinámi: já

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search