Innsýn í Oxford

Penni: Embla Waage

Eftirfarandi er viðtal við Matthias B. Harksen. Hann var nemandi við Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist árið 2016 af eðlisfræðibraut 1. Því næst kláraði hann nám við Háskóla Íslands í stærðfræði samhliða því að kenna við Menntaskólann í Reykjavík. Hann segir: ,,Mér finnst eins og maður eigi alltaf að kenna með námi. Annars missir maður tengingu við nemendur sína því maður skilur ekki lengur hvernig það er að læra og skilja ekki.“ Eftir það lærði hann við Oxford og útskrifaðist með meistaranám í stærðfræðilegri eðlisfræði. Í dag kennir hann aftur við Menntaskólann í Reykjavík auk þess að læra kennslufræði.

Hann segir hér frá sinni reynslu í hinum víðsfræga skóla. 

Hvernig var inntökuferlinu háttað? 

,,Það fer eftir því hvernær maður er að sækja um. Ef maður er til dæmis að sækja um í grunnnámi, sem er kannski það sem lesendur vilja helst heyra, þarf maður að byrja frekar snemma. Það þarf að byrja sumarið árið áður en maður útskrifast og sækja um í september árið áður en maður útskrifast. Það er frekar langt ferli. Fyrst þarf að lesa og meta hvort þú sért yfirhöfuð hæfur til þess að taka inntökuprófið. Núna er allt örugglega háð í einhverju svona zoom-ferli. En þegar ég var [nemandi] sótti ég reyndar að sækja um framhaldsnám. En mér skilst að maður [sem sótti um grunnnám] fékk um 40 mínútu zoom-call, sem var eiginlega spjall en samt alveg smá alvari í því. Þar eru þeir að meta hvort þú hefur það sem þarf til að taka síðan alvöru inntökupróf. Síðan fer það eftir hvaða fagi maður er að sækja um, en í mörgum fögum mætir maður á staðinn og þreytir formlegt inntökupróf. Ef maður nær því prófi er maður kominn inn. Þá fær maður svona, sem mér finnst frekar fyndið, conditional offer. Það er svona ,,að því gefnu að þú klárir MR, tókst s.s. að útskrifast, ertu kominn inn“… En ef maður fær conditional offer er það meira svona ,,við erum til í að fá þig ef þú ert tilbúin til að borga“. Það er s.s. eftir að maður þreytir þetta formlega inntökupróf. Það er oft munnlegt próf, en það getur alveg verið skriflegt. Þar sem maður mætir á staðin… 

Í öðrum skóla fór ég í svona formlegt munnlegt próf. Það er eitthvað svona sem tekur tvo daga. Þannig maður mætir og er í fjörtíu mínútna munnlegu prófi um morguninn síðan fjörtíu mínútur seinnipartinn um daginn og síðan aftur næsta dag. Það fer samt eftir fögum, en það getur a.m.k. verið þannig.“

Hvað heldur þú að hafi aðgreint þig frá öðrum umsækjendum?

,,Ef ég á að vera hreinskilinn, þá var það pottþétt bara Þórður Jónsson, sem skrifaði meðmæli fyrir mig. Hann hafði verið í samstarfi með manni sem fór yfir umsóknirnar. Þannig ef hann er að skrifa meðmæli fyrir mig og þeir þekkjast þá kannski litar það eitthvað. En maður þarf samt líka að hafa góðar einkunnir úr háskóla og standa sig vel í viðtalinu.“

Hvernig var tekið á móti þér? Var þetta þægilegt umhverfi að búa við?

,,… Þetta er frekar fyndið dæmi, því þetta er allt frá 1450 eða eitthvað. Þú veist, gamalt forneskjulegt kerfi. Háskólinn sjálfur samanstendur af einhverjum 30 ,,collegum“. Og ,,collegin“ eru s.s. heimavist. Ef maður hugsar um dormin í Bandaríkjunum nema að það er bara einn í hverju herbergi í staðin fyrir tveir… Allir meðlimir skólans verða að tilheyra ,,college“. Minn ,,collegi“ var t.d. St. Catherine‘s College. ,,Collegin“ mans sér um eiginlega allt: félagslífið, matarmálin, húsnæði og eiginlega bara allt sem manni dettur í hug…

Það er mötuneyti þarna sem eldar mat þrisvar á dag alla daga vikunnar og um helgar. Þannig maður þarf ekki að hugsa um matatrmálin. Það er líka bókasafn á hverjum einasta ,,college“… 

Sama í hvaða námi maður er getur með endað með hverjum sem er í ,,college“. Þannig það er ekkert verið að skipa fólki saman eftir námi… En síðan ferðu í sérbyggingar. Eins og ég fór sérstaklega í stærðfræði og eðlisfræði byggingarnar. Þar er maður með fólkinu sem er með manni í námi… Þannig það er frekar skemmtilegt að vera með  tvö félagsnet, fólkið sem býr með manni á ,,colleginu“ og fólkið sem er með manni í námi. Sem er kannski meira eins og samfélagið er í dag. Maður er með vinum sínum sem eru með manni í námi og vini sína sem eru bara að gera eitthvað allt annað.“ 

Hvernig var þetta félagslíf? Gerðuð þið eitthvað annað en að læra?

,,Annirnar eru aðeins öðruvísi. Þarna eru þrjár annir: Michaelmas, Hilary og Trinity. Hver önn er bara átta vikur, þannig þetta eru stuttar annir. Það er mikið að læra á hverri önn og mjög mikið að læra milli annnanna. Þannig mikil pressa. Það er samt svolítil menning fyrir því að taka föstudaginnn í svona fancy dinner. Það er alltaf formal hall dinner og þá mætir fólk í skikkjum. Ég er ekki einu sinni að grínast. Fólk mætti í jakkafötum og í skikkjum og með slaufu. Og það er svona langborð. Prófessorarnir við ,,collegin“ setjast á upphækkuðu langborði og það er prófastur sem dinglar og fólk má fá sér.“

Er einhver munur milli námsára?

,,Ef þú ert í grunnnámi ertu með þrjú ár. Oftast er þannig að fyrstu tvö árin búa grunnnemar á collegum og seinasta árið flytja þau út úr collegunum og fara  að búa í litlum íbúðum í Oxford. Það er reyndar val, það þarf að sækja um það. Flestir fá það sem biðja um það. Flestir eru líka þreyttir á því að vera alltaf á campus og vilja upplifa aðeins meiri frelsi …

Ég hef heyrt að námslega er fyrsta árið annaðhvort erfiðast eða langléttast. Það fer eftir því hvaða skóla maður kemur úr. Ég myndi t.d. halda að MR stæði mjög vel og myndi koma vel inn. MR og Oxford eru bara frekar sambærilegir skólar nema að það eru skikkjur í Oxford. Það eru frekar líkar hefðir og námsagi og álag er svipað. Þannig þetta er frekar eðlilegt framhald myndi ég halda.“

Finnst þér Oxford geta undirbúið þig betur undir atvinnumarkaðinn en aðrir háskólar hefðu getað gert?

,,Já, ég myndi segja það en það þarf líka að vega og meta að það er frekar fjárhagsleg skuldbinding. Það þarf að meta hvort hún sé þess virði. Því það er hægt að fá mjög fínt háskólanám t.d. við Háskóla Íslands og víðsvegar um heiminn. Í dag er allt bara komið á netið og þú getur farið á Youtube og fundið fyrirlestra hjá MIT… Þú þarft ekki einu sinni að borga þessar milljónir sem fólk er að borga til að sitja í alvöru tímunum… Þannig þetta snýst um hvort þú viljir þessa upplifun. 

En síðan eru auðvitað margir styrkir á Íslandi fyrir svona. Ég veit að Guðni forseti fór t.d. á einhverju sem heitir Scheving styrkur til náms í Bretlandi.“ 

Finnst þér eitthvað standa upp úr í þinni skólagöngu?

,,Ég held það sé kannski svona, ,,vibe:ið“… Eins og þegar maður fer í próf þá á maður að vera í jakkafötum og með skikkju. Stelpur eiga að vera í pilsi eins og skóladröktin í Bretlandi og líka með slaufu. Hún á að vera bundin á einhvern ákveðin hátt og síðan þarf að vera með skikkju. Lengdin á skikkjunni ákvarðast á því hvar þú ert í náminu þínu. Fyrst þegar þú ert í grunnnáminu ertu með stutta skikkju, síðan þegar maður er framhaldsnemi ertu með lengri skikkju, þegar maður er í doktorsnámi er hún orðin enn lengri og þegar maður er prófesor fær maður alveg niður á ökkla. Þetta er svona stéttaskipting.“

Hvernig voru kennararnir almennt?

,,Það er breytilegt. Það er nefnilega svona fyrirkomulag að það er prófessor sem kennir eitthvað námskeið en síðan, er það sem einkennir helst svona Oxbridge skóla, tutorials. Það er þannig að þá færðu aukakennara sem er oft doktorsnemi prófesorsins. Hann sér um að kenna útskýringartíma. Það fer reyndar eftir því hvaða fagi maður er hvernig ,,the tutorial‘s“ fara fram. Ég get ímyndað mér að í tungumálum, sögu eða heimspeki myndi það samanstanda mest af einhverju svona spjalli. Maður er kannski búin að lesa einhverja bók og fólk er að ræða um innihald bókarinnar. Doktorsneminn er að reyna að koma með innlit til að varpa ljósi á hugmyndir í textanum. Í raunvísindum, hjá mér, er oft þannig að maður er búin að fá einhver heimadæmi… og síðan kemur doktorsneminn og útskýrir hvernig maður hefði getað gert þetta betur… Þannig þetta er mjög persónulegt, sem er helsti kosturinn við þetta. Maður fær einhvern sem er sérstaklega að hugsa um þína námsgetu… Þetta er sniðið að þér og skoðar hvað þú þarft að bæta og skoða. Sem er mjög gott og stuðlar að betra námi.“

Myndir þú mæla með Oxford?

,,Ég myndi sérstaklega mæla með Oxford í grunnnámi. Algjörlega í grunnnámi. Hins vegar þarf að hafa varan á því að núna eru Bretar farnir úr ESB sem þýðir að námið, sem reyndar var alltaf svona dýrt fyrir útlendingana, er núna um fimm milljónir á ári. Þannig þetta er frekar stór skuldbinding, fimmtán milljónir. En ég held að ef maður er kominn með annan fótinn inn og nær að borga þessar fyrstu fimm milljónir nær maður að borga hinar með einverjum krókaleiðum. En þetta er alveg ógeðslega mikill peningur. Þannig kannski ætti maður bara að kaupa sér hús í staðinn eða bara fara í HÍ… En ef þetta væri ókeypis ættu auðvitað allir að gera þetta. Um að gera að sækja um styrki!“

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search