Af hverju er hollt að breyta um umhverfi?

Penni: Elísabet Ingadóttir

Það er kannski kaldhæðnislegt að tala um það hvað skiptinám sé frábært á tímum sem þessum. Samt sem áður ætla ég að taka það aðeins fyrir. Ég hafði alltaf verið frekar spennt fyrir því að fara í skiptinám, þangað til að ég byrjaði í framhaldsskóla. Þá fannst mér það alls ekki taka því og ég væri að missa af öllu í þessa tíu mánuði sem ég væri úti. Eins og oft áður hafði ég rangt fyrir mér. Ég tók loka ákvörðunina um að fara út þegar ég var á lokametrunum eftir löng og ströng jólapróf og fann að námið sem ég var í hentaði mér ekki. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég samþykkt og örfá- um vikum eftir það var ég komin með fjölskyldu á Ítalíu.

Ég var í rauninni ekki byrjuð að móttaka þetta allt og þegar vinir mínir sögðu að ég væri svo hugrökk botnaði ég ekkert í því. Mér fannst þetta í raun bara spennandi og mikið ævintýri. Það sem ég lærði mest á þessum tíu mánuðum var á sjálfa mig, klisju- legt já en það er satt. Ég þurfti í fyrsta skiptið að standa á eigin fótum og taka eigin sjálfstæðu ákvarðanir. Mesta áskorunin var þó að reyna að tjá mig fyrst um sinn þar sem fáir sem engir tala ensku, hvað þá íslensku. En þökk sé því lærði ég ítölskuna hratt og örugglega og kynntist loksins fóstur fjölskyldunni minni á því að skrifa bréf til bæði fjölskyldu og vina og fékk nokkur skrifleg svör til baka sem mér þótti afar vænt um. Vinirnir sem ég eignaðist úti, ítalskir sem og aðrir skiptinemar urðu einir af mínum bestu vinum í dag og hef ég passað að heyra reglulega í þeim, óska þeim til hamingju með afmæli og svo framvegis.

Þegar ég kom heim hafði lítið sem ekkert breyst, ekki mikið miðað við alla þá ómetanlegu lífsreynslu sem ég hafði upp- lifað síðustu tíu mánuði. Fyrst um sinn var fólk mjög spennt að heyra ferðasögu og hvort að það hafi ekki verið ógeðslega gaman hjá mér. Jú það var ógeðslega gaman en það er ekki það eina. Vegna þessa fann ég mig knúna til þess að skrifa þessa stuttu grein og vonandi hefur einhver sem er kannski á svipuð- um stað og ég var fengið ágæta hugmynd um ævintýri og erfiði skiptinemans.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search