Plastlaus september

Nú er septembermánuður að líða hjá og hefur það verið áskorun í samfélaginu að hafa hann plastlausari eða með öðrum orðum minnka plastnotkun sína. 

Þetta er gífurlega mikilvæg áskorun fyrir okkur öll en er jafnvel á sama leyti krefjandi. 

Þar sem plast er stór hluti af hverfdagslega lífi okkar allra. 

Þar sem er gott að læra af þessum septembermánuði er að reyna að minnka plastnotkun okkar um mun. Við ættum að læra af svona áskorunum og reyna að tileinka okkur ákveðinn lífstíl sem minnkar plastnotkun okkar. 

Hér að neðan er listi um dæmi hvernig hægt er að minnka plast sem við notum. 

Margt smátt gerir eitt stórt svo reyndum okkar besta að minnka plastnotkun okkar.  

Hugsum um heildarmyndina og reynum eftir bestu getu að stuðla að betra og hreinna umhverfi í framtíðinni. 

Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Hér er listi af dæmum sem við getum haft í huga yfir daginn:

  1. Koma með sína eigin fjölnota poka í verslanir. Það minnkar bæði sóun á pokum sem eru oftast aðeins notaðir einu sinni og hægt er að spara 40 kr. í leiðinni! 
  2. Ekki panta take- away mat sem kemur í plastumbúðum. Staldraðu við og hugsaðu út í það hversu mikið ertu að drífa þig? Geturu ekki sest niður í nokkrar mínútur og borðað matinn á staðnum í stað þess að taka með þér? 
  3. Nota fjölnota rör! Það getur verið ótrúlegt hvað ein þjóð notar mörg rör á ári til saman. Til dæmis er áætlað að Bandaríkjamenn noti 182.5 billjón rör á ári! 
  4. Kaupa minna af einnota plastvörum og frekar kaupa vörur sem gerðar eru úr til dæmis bambusvið. Til dæmis allskonar burstar sem við kaupum er úr plasti. 
  5. Kaupa vörur sem eru umhverfisvæn og að umbúðirnar séu ekki gerðar úr plasti. Til dæmis þegar keypt er svitalyktaeyði, sápu, tannkrem og eyrnapinna.
  6. Velja vörur út í búð sem hafa ekki plastumbúðir. Eða umbúðir sem eru gerðar úr endurunnuðu plasti. 
  7. Síðan er mjög sniðugt að deila þeirri þekkingu sem maður býr yfir til annarra.

Það er sniðugt að reyna að tileinka sér einhver ráð um að minnka plastnotkun og reyna eftir bestu getu að fylgja þeim sem oftast. 

Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðunni: www.plastlausseptember.is 

Penni: María Árnadóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search