Listamarkaður á Eiðistorgi

Laugardaginn 12. september var haldinn listamarkaður á Eiðistorgi í þeim tilgangi að styðja ungt listafólk. Úrval var mikið og sannarlega eitthvað í boði fyrir alla. Listakonan Sarkany hafði umsjón á viðburðinum. Hún segir frá hugmyndinni á bakvið markaðinn og innblástur á sinni list.

Sarkany (hún):

Hvernig datt þér í hug að halda þennan viðburð?

„Ég var búin að velta því lengi fyrir mér hvernig hægt væri að búa til einhvers konar stökkbretti fyrir unga listamenn til að komast inn í listasenuna á íslandi og spratt þaðan hugmyndin um listamarkað.“

Hvers vegna finnst þér mikilvægt að styðja við bakið á ungum listamönnum?

„Vegna þess að það getur verið erfitt fyrir ungt fólk að koma sér á framfæri. Það geta verið mismunandi ástæður fyrir því eins og td. fjárhagslegir erfiðleikar, skortur á þekkingu eða jafnvel að það þekkir ekki “rétta” fólkið. Unga listafólkið er listafólk framtíðarinnar.”

Ef þú gætir lýst list þinni í þremur orðum, hvaða orð væru það?

“Línur, ófullkomleiki, hvatvísi”

Hvaðan dregur þú innblástir fyrir þína list?

”Ég dreg innblástur til annarra listamanna og míns daglega lífs. Sem dæmi dreg ég innblástur til Kristínar Gunnlaugsdóttur og Korkimon. Oft þegar ég skapa hugsa ég verk mín út frá því hvernig mér líður þann dag.”

Sarkany er bæði með Facebook (Sarkany Works) og Instagram síðu (@sarkanyworks) þar sem hægt er að nálgast list hennar.

View this post on Instagram

SELT 📎🔨⚔️🔦🎙

A post shared by SARKANY (@sarkanyworks) on

Margt listafólk lét sjá sig á markaðinum og náðist tali af nokkrum þeirra. 

Þór Ari (hann):

Ef þú gætir lýst list þinni í þremur orðum, hvaða orð væru það?

„Gay, tímafrekt og litríkt.“

Hvert er uppáhaldsverkið þitt hér í dag?

„Örugglega genderfluid fánin…“

Hvar er hægt að nálgast list þína?

„Á Instagram, ég heiti @whyisartdead“

Sverrir (hann):

Ef þú gætir lýst list þinni í þremur orðum, hvaða orð væru það?

„Krúttlegt, teiknimyndalegt, karakterar“

Gætir þú nefnt listamann sem þú yrðir glaður að vera borinn saman við?

„Greg Lieghsen“

Hvar er hægt að nálgast list þína?

„Bara á Instagram, @sverrir888“

Rebekka Asley (hún):

Ef þú gætir lýst list þinni í þremur orðum, hvaða orð væru það?

„Fyndið, skemmtilegt og litríkt“

Hvar finnur þú helst innblástur fyrir þína list?

„Klárlega í léttleikanum og í því skrítna. Og í náttúrunni, mjög mikið. Bara innblástur frá öllu því sem er litríkt og fallegt í náttúrunni.“

Hvar er hægt að nálgast list þína?

„Heyrðu, á Instagramminu mínu @_rasley“

Emilía Björg (hún):

Hvers vegna býrð þú til list?

„Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf verið að gera, síðan ég var barn. Síðan þegar maður fer að geta gert meira með þetta, upp á framtíðina og svona, verður áhuginn meiri. Bara gera það sem maður hefur gaman af því að gera.

Hvar er hægt að nálgast list þína?

„Heyrðu, ég er á Instagram. Það er @emiliabjorgart“

View this post on Instagram

🤍

A post shared by EmilíaBjörgArt (@emiliabjorgart) on

Penni: Embla Waage

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search