Aðalþing SÍF 2020 fór fram 12. september

Aðalþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, fór fram laugardaginn 12.september. Í ljósi ástandsins í samfélaginu þetta árið var þingið haldið í fjarfundabúnaði sem að gekk vonum framar. 

Þingið sótti stór og fjölbreyttur hópur nemenda úr fjölmörgum skólum frá landinu öllu en SÍF leggur mikla áherslu á að ná til sem flestra nemenda í öllum störfum sínum. Auk þess að leggja línurnar í starfi félagsins eru aðalþing og sambandstjórnarfundir mikilvægur vettvangur fyrir fræðslu og fyrir nemendur að deila reynslu sinni og læra hver af öðrum. 

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa og kynninga, ávarpaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra þingið og ræddi við nemendur um skólahald á tímum Covid. Ljóst er að staða nemenda í faraldrinum mun á komandi mánuðum áfram verða eitt helsta áhersluatriðið í starfi félagsins. 

Framkvæmdaáætlun komandi starfsárs var lögð fram til samþykktar en verkefnin eru meðal annars tengd lýðræði, málefnum nemenda af erlendum uppruna og málefnum nemenda með fatlanir. 

Lagabreytingar voru lagðar fram til samþykktar og má sjá ný lög SÍF hér. Einnig voru tvær ályktanir sambandsstjórnar lagðar fram fyrir þingið og þær samþykktar. Þ.e.a.s. ályktun um framhaldsskólanema og Menntasjóð námsmanna og ályktun Sambands íslenskra framhaldsskólanema vegna fjármagns og COVID-19.

Kosið var í nýja framkvæmdastjórn til eins árs sem skipuð er sjö framhaldsskólanemum. 

Þau eru: 

Auður Aþena Einarsdóttir – meðstjórnandi

Hermann Nökkvi Gunnarsson – alþjóðafulltrúi

Júlíus Viggó Ólafsson – forseti

Magnús Gunnar Gíslason – meðstjórnandi

Sara Dís Rúnarsdóttir – meðstjórnandi

Sigurþór Maggi Snorrason – varaforseti

Steinþór Ólafur Guðrúnarson – gjaldkeri

Fráfarandi framkvæmdastjórn þakkar fyrir líðandi starfsár og óskar nýrri stjórn góðs gengis. Einnig þakkar hún sambandsstjórn fyrir gott aðalþing á þessum óvissu tímum og þakkar skilning á því að færa þurfti aðalþingið á netið.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search