Aðalþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema verður haldið 12. september á fjarsamskiptaforritinu ZOOM. Árlega safnast saman forystufólk nemendafélaga framhaldsskólanna og framhaldsskólanemendur til að mynda sameiginlega stefnu í málefnum nemenda og vinna að bættu menntakerfi og umhverfi á Íslandi.

Kosið verður í nýja framkvæmdastjórn á þinginu og er áhugasömum bent á að senda sitt framboð á neminn@neminn.is fyrir kl. 12:30 þann 12 september. Frambjóðendum gefst tækifæri á að kynna sig á þinginu eða senda inn framboðsmyndband (01:30 mín).
Fyrir nánari upplýsingar um tilhögun kosninga, má hafa samband við neminn@neminn.is

Opið er fyrir framboð í eftirfarandi stöður:
Forseta
Varaforseta
Gjaldkera
Alþjóðafulltrúa
Meðstjórn (3 sæti)


Framkvæmdastjórn tekur til starfa eftir aðalþingið og starfar fram að næsta aðalþingi seinni hluta 2021.


Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search