Krakkar sem eru komnir í sigtið

Lokaritgerðin mín í Menntaskólanum við Sund fjallaði um ofbeldi lögreglu á Íslandi gagnvart börnum og afleiðingar þess. Í tengslum við það verkefni tók ég viðtal við Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing og ræddum við meðal annars um hvernig lögreglan þarf að haga sér í kringum börn, til dæmis að hafa það að leiðarljósi að þau séu ekki stimpluð sem glæpamenn.

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is ©Kristinn Ingvarsson

,,Ég held að það sé klárt að lögreglan þarf að koma öðruvísi fram við börn en fullorðna og beita fortölum, ræða málin og forðast að nota valdbeitingu sem misbýður börnum. Jafnframt þarf að hafa í huga að börn geta líka verið í alvarlegu ástandi og verið hættuleg sjálfum sér eða öðrum. Það geta komið upp kringumstæður þar sem lögregla þarf að beita valdi til að hafa stjórn á aðstæðum. En að sjálfsögðu eiga börn ákveðin réttindi sem gilda ekki hjá fullorðnum og lögreglumönnum ber því skylda til að koma fram við börn á annan hátt en við fullorðna,” segir Helgi.

Persónuvandi og vímuefni hættulegur kokteill

,,Í opinberum gögnum má sjá að lögreglan hefur haft afskipti af mörgum börnum fyrir einhversskonar lögbrot. En þegar lögreglan er farin að þurfa að hafa afskipti af börnum í annað, þriðja eða fjórða sinn, þá er hægt að sjá visst félagslegt mynstur. Þá eru það börn sem eru utanveltu í skóla, ekki í vinnu og eru á jaðrinum í samfélaginu.” Helgi segir að börn sem eiga í hættu á að misnota áfengi og fíkniefni komi oft á tíðum úr brotnum fjölskyldum, hafa upplifað mörg búsetuskipti og eiga þar af leiðandi erfitt með að festa rætur.
,,Þau eiga því oft á tíðum við persónulegan vanda að stríða, oft vegna allra þessara erfiðu aðstæðna og eru svo kannski undir áhrifum vímuefna í þokkabót. Persónuvandi og vímuefni er hættulegur kokteill. Allt þetta blandast saman og þá getur fólk orðið stjórnlaust. Lögreglan fer að beita fortölum sem duga ekki og síðan að nota valdbeitingu sem börnin upplifa sem árás á sig.

Það getur líka verið þannig að þessir krakkar eru komnir í sigtið og þá er fylgst meira með þeim og athugað hvar þeir eru. Þá hefur lögreglan oft afskipti af þeim og krökkunum finnst að þau lendi í meiri afskiptum en þyrfti. Þau eru ekki að gera neitt af sér, en samt er lögreglan að abbast upp á þau. Börnum finnst vera freklega gengið á sinn rétt.”

Í rannsókninni tók ég viðtöl við fjóra einstaklinga sem allir höfðu orðið fyrir ofbeldi lögreglu þegar þeir voru undir 18 ára aldri. Tveir þeirra voru 12-17 ára gamlir þegar þeir lentu í ítrekuðum afskiptum lögreglu og urðu fyrir mjög neikvæðri reynslu. Þeir koma báðir af heimilum þar sem var mikil óregla og ofbeldi. Báðir segja að þeir hafi upplifað fordóma lögreglu í sinn garð og fundist þeir ekki vera í sömu stöðu og önnur börn til að verja sig. Þeir lýstu báðir kvíða og hræðslu við lögregluna.

Dálítið ein á báti

,,Börn með veikt bakland hafa veikari eða takmarkaðri bjargir til að verja sig. Það er nokkuð ljóst. Þetta er hópur sem á ekki mörg hús að venda og hefur ekki marga talsmenn. Þau fá lítinn stuðning heima hjá sér og þekkja kannski ekki allar þær leiðir hjá hinu opinbera sem stendur þeim til boða. Þau eru dálítið ein á báti. Börn sem hafa sterkara bakland geta oft á tíðum komið sínum málum betur í gegnum kerfið heldur en aðrir. Stuðningur heimilis og fjölskyldu er mjög mikilvægur í lífi allra barna. Félagslega umgjörðin þarf að vera traust, því þegar eitthvað bjátar á skiptir þessi stuðningur miklu máli.”

Ein af aðalspurningum rannsóknarinnar var hvort eigi að skilgreina börn sem afbrotamenn. Hvort sú skilgreining samræmist þeirri stefnu að betra unglinga sem brjóta af sér og hjálpa þeim í staðinn fyrir að henda þeim inn á Litla Hraun. ,,Það er þetta sem menn hafa áhyggjur af. Þessi hópur hefur verið að fá stimpil fyrir að vera afbrotaunglingar og á erfitt með að losna út úr þeim aðstæðum vegna þessa stimpils.

Ef þú ert ungmenni og ert að brjóta af þér eða hefur lent í einhverjum vandræðum, þá færðu á þig stimpil af hálfu samfélagsins og ert skilgreindur sem afbrotaunglingur eða vímuefnasjúklingur. Yfirvöld eru meðvituð um þetta og hvernig þau eiga að umgangast börn sem eru í vanda til að koma í veg fyrir að þessi börn séu útskúfuð úr samfélaginu. Yfirvöld reyna að koma fram við börn sem brjóta af sér á þann veg að þau verði ekki fyrir skaða sem hefur langvarandi áhrif á sjálfsmynd, hegðun eða viðhorf.”

Urðu fyrir ofbeldi vegna fordóma

Þrír af fjórum viðmælendum mínum sem höfðu orðið fyrir ofbeldi lögreglu töldu lögregluna vera með fordóma gagnvart börnum sem eiga sér færri málsvara en aðrir. Þeir höfðu þá annaðhvort upplifað þá á eigin skinni eða orðið vitni að hegðun lögreglu sem gaf vísbendingar um fordóma.

Penni: Sólrún Freyja Sen

Eftirfarandi aðilar styrktu útgáfu Framhaldsskólablaðsins:

Akrahreppur

Alþýðusamband Íslands

Apótek Vesturlands

Bifreiðaverkstæði KS 

Fellabær

Fjölbraut Garðabæ 

Fjölbrautarskóli Suðurnesja 

Framhaldsskólinn á Laugum

Garðabær

Góa Linda

Kaupfélag Skagfirðinga

Menntakólinn á Ísafirði

Menntaskóli Akureyrar

Menntaskóli Borgarfjarðar

Menntaskólinn Laugarvatni

Menntaskólinn við Sund

Netto

Samhentir

Samstaða stéttarfélag

Síldarvinnslan

Sólrún ehf

Stofnun Árna Magnússonar

Sveitafélagið Ölfus

Verkfræðingafélag Íslands  

Bakkaflöt River Rafting

Bolungarvíkurkaupstaður

DMM Lausnir

Dýralæknirinn

Fagtækni

Fljótdalshérað

Flugger ehf

Fossvélar ehf

Framhaldsskólinn á Húsavík

Friðrik Jónsson ehf

Hnýfill

Höfðakaffi

Litlalón ehf

Menntaskólinn Egilsstöðum

Norðurpóll

Promes Dalvík ehf

Rúnar Óskarsson

Set

Trésmiðja Helgi Gunnarssonar

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search