Heimagert Mac n´ Cheese sem hentar fullkomnlega í samkomubanni

Það er fátt betra í einmanalegu samkomubanni en að æfa sig aðeins í eldhúsinu, og þá er mikilvægt að hafa góðar og auðveldar uppskriftir við höndina. Það er ekki bara skemmtilegt að búa til þessa einföldu mac n´ cheese máltíð, heldur bragðast hún einnig rosalega vel! Talandi um að hafa dottið í lukkupottinn…

Settu á þig svuntuna, sveiflaðu sleifinni og bjóddu svo fjölskyldunni í 2 metra fjarlægðar matarboð!

Hvað tekur það langan tíma að undirbúa réttinn?: 20-30 mínútur.

Hvað dugar þessi skammtur fyrir marga?: Um það bil 2-3 manneskjur.

Það sem þú þarft að eiga:

U.þ.b. eina (litla) skál af ósoðnu pasta, helst makkarónum

Hálfan poka af rifnum pizzaosti

Hálfan poka af rifnum cheddarosti

U.þ.b. 2-3 matskeiðar af rifnum parmesanosti

100 ml af mjólk

50 ml af rjóma (ef þú átt ekki rjóma bætiru við 50 ml af mjólk)

Salt, pipar og múskat (þú kryddar bara eftir þörf)

Þetta þarftu að gera:

Hitaðu vatn í miðlungsstórum potti þar til það sýður, og helltu pastanu útí. Þegar pastað er orðið mjúkt skaltu hella því í sigti og leyfa vatninu að renna úr. Á meðan skaltu blanda saman mjólkinni, rjómanum og u.þ.b. ¾ af ostinum saman í potti yfir miðlungshita þangað til að osturinn er bráðinn og allt hefur blandast vel saman. Ef þér sýnist blandan vera aðeins of fljótandi þá bætir þú bara smá osti við ;). Svo skaltu hræra pastanu vel saman við ostablönduna, bæta restinni af (óbráðnaða) ostinum við og loks krydda eins mikið og þig langar til. Voilá! Svo er bara að njóta…

Penni: Arney Íris E. Birgisdóttir

Eftirfarandi styrktu útgáfu Framhaldsskólablaðsins:

Akrahreppur

Alþýðusamband Íslands

Apótek Vesturlands

Bifreiðaverkstæði KS 

Fellabær

Fjölbraut Garðabæ 

Fjölbrautarskóli Suðurnesja 

Framhaldsskólinn á Laugum

Garðabær

Góa Linda

Kaupfélag Skagfirðinga

Menntakólinn á Ísafirði

Menntaskóli Akureyrar

Menntaskóli Borgarfjarðar

Menntaskólinn Laugarvatni

Menntaskólinn við Sund

Netto

Samhentir

Samstaða stéttarfélag

Síldarvinnslan

Sólrún ehf

Stofnun Árna Magnússonar

Sveitafélagið Ölfus

Verkfræðingafélag Íslands  

Bakkaflöt River Rafting

Bolungarvíkurkaupstaður

DMM Lausnir

Dýralæknirinn

Fagtækni

Fljótdalshérað

Flugger ehf

Fossvélar ehf

Framhaldsskólinn á Húsavík

Friðrik Jónsson ehf

Hnýfill

Höfðakaffi

Litlalón ehf

Menntaskólinn Egilsstöðum

Norðurpóll

Promes Dalvík ehf

Rúnar Óskarsson

Set

Trésmiðja Helgi Gunnarssonar

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search