Nafnið Gísli Pálmi ætti að vera flestum kunnugt, þetta er rappari sem hefur verið umtalaður mikið í fjölmiðlum fyrir atferli hans og texta. Gísli er búinn að vera að fikta við að rappa í rúm 16 ár, en fyrsta verkefnið hans í fullri lengd sem hann gaf út var platan „Gísli Pálmi“. Gísli var mikið gagnrýndur þegar hún kom út, það var mikið sett út á ímyndina sem hann var að miðla til ungmenna. Í viðtali sem Emmsjé Gauti tók við hann árið 2012 þá spurði hann Gísla hvort að þetta væru rétt skilaboð sem hann væri að senda til fólks og Gísli svarar á einfaldan en skýran máta „Ekki hlusta á mig ef þér líst ekki á þetta“

Fyrir flesta þá eru textarnir hans aðeins gluggi inn í líf sem á yfirborðinu virðist vera aðdáunarvert, þetta er allt annað en 9-5 lífstíllinn sem að við temjum okkur. Hann keyrir um á dýrum bílum, klæðist dýrum flíkum og það virðist eins og það sé aldrei seðlaskortur. Það má líkja reynslunni við að hlusta á textana hans við að horfa á bíómynd á borð við Scarface eða Goodfellas, okkur finnst þetta kannski pínu spennandi eða að innst inni óskum við að við gætum verið svona hömlulaus og lifað í þessum öfgum sem Gísli og samtímamenn hans rappa um. 

Ólíkt mörgum öðrum röppurum sem takast á við svipuð viðfangsefni og hann þá býr Gísli yfir þeim einstaklega eiginleika að stunda reglulega sjálfskoðun í textunum sínum. Það virðast ekki nógu margir gera sér grein fyrir því hversu magnaður textasmiður Gísli er, textarnir sem hann semur eru oft fluttir mjög hratt og þótt að hann tali skýrt þá getur verið erfitt að skilja hann. Gísli passar sig samt alltaf á því að viðlagið sé mjög skýrt og grípandi, hann er að gera tónlist sem einfaldlega hljómar best í botni og helst með góðum félagsskap. 

Íslensku rappi var lyft upp á hærra plan eftir þessa plötu, Gísla tókst með góðum árangri að stílfæra bæði hljóðhrynjanda og ljóðrænar þemur úr bandarísku Hip-Hoppi inn í tónlistina sína. Þrátt fyrir að vera öfgakennd þá er platan mjög einlæg líka, Gísli er ekki að fela neitt fyrir okkur sem eruð að hlusta og er hann óhræddur við að tala mjög opinberlega um þennan lífstíl. Platan rokseldist og voru ófáir íslenskir rapp aðdáendar sem hafa notið þess að botna þessa plötu í bílnum með vinum sínum. 

Lagið Spilavítið hefur alltaf skorið sig út frá hinum á plötunni, meðan flest önnur tónlist Gísla talar um skemmtilega hlið á þessum lífsstíl með einstaka línum um erfiðin sem þetta getur leitt til þá er þetta lag eindregið um sársaukan sem hann þarf að takast á við í kjölfarið af neyslu sinni. 

Músíkalskt séð þá er bæði hrynjandinn og laglínan töluvert rólegri heldur en maður býst við frá honum, hann rappar líka hægt sem setur mikla áherslu á að athygli hlustandans á að beinast að textanum sjálfum. Gísli hefur aldrei verið ófeimin við að sýna okkur að það eru tvær hliðar á þessum pening sem hann rappar um. Þrátt fyrir að hann tali mikið um dýrðarljóman sem fylgir glæpsamlegri starfsemi og fíkniefnaneyslu hans þá eru bæði harmleikir og erfiði sem fylgja þessu líka. 

Tiltillinn á laginu „Spilavítið“ vísar í myndlíkingu sem hann útskýrir betur í viðlaginu, hann líkir lífi sínu í neyslu bæði við fjárhættuspilið rúlettu og “leikin” rússnenska rúlettu. Þeir sem hafa eitthvað vit á fjárhættuspilum vita það að ef þú spilar nógu lengi þá vinnur húsið alltaf, og þetta dæmi verður enn augljósara þegar við tölum um rússnensku rúlletuna þar sem að ef þú spilar of lengi þá eru engin önnur endalok en dauðinn sjálfur. Í viðlaginu vísar Gísli í að “húsið” hafi unnið í þessum leik hans og játar hann sig sigraðan eftir að hann hafi lagt undir allt og tapað (að því virðist) öllu sem er honum kært.

Hann gerir ekki lesti sína að dyggðum í þessu lagi og byrjar hann söguna á því að segja okkur frá því að hann sé búinn að sætta sig við dofan sem að hann finnur fyrir útfrá neyslu sinni á bæði lyfseðilsskyldum lyfjum og ólöglegum fíkniefnum. Hann talar um að þrátt fyrir að lífið sem eiturlyfjasali komi ekki gallalaust, veraldlegu eigurnar sem hann á geta aldrei bætt fyrir skaðan og sorgina sem hann hefur þurft að finna fyrir.  

Hann bætir meira við inn í myndlíkinguna um fjárhættuspil þegar hann gefur í skyn að hann hafi byrjað í þessum harða heim vegna þörf hans fyrir áhættu, hann hefur viljað brjóta upp hversdagsleikan. Hann bendir líka á að hann noti fíkniefni til þess að bæði flýja raunveruleikan og kvíðan sem hann hrjáist af. Þetta er vítahringur sem er erfitt að brjóta upp, hann er orðinn líkamlega og andlega háður þessum lyfjum sem hann tekur inn og hann er óöruggur og í fráhvörfum þegar hann er ekki undir áhrifum. 

Hver einasta lína úr þessu listaverki er gersemi og endar Gísli þetta á kraftmiklum skilaboðum til hlustandans. Þegar öllu er á botnin hvolft þá þarftu ekki að vera fastur í hlekkjum fortíðarinnar, það skiptir ekki máli hver þú varst heldur hver þú ert og að þú sért samkvæmur sjálfum þér. 

Það virðast ekki allir skilja afhverju Gísli Pálmi varð svona vinsæll og til að byrja með þá skildi ég það ekki sjálfur en ég var fljótur að átta mig á staðreyndunum. Gísli Pálmi er svo óyggjandi sannur og ekta, hann er ekki hræddur við að játa mannlegan breyskleika þrátt fyrir að vera í stöðunni sem gegnir í bæði tónlistar og undirheimum. Gísli felur ekki neitt og hleypir okkur inn í sinn heim sem áhorfendur og sýnir okkur báðar hliðar peningsins sama hversu svartar þær eru og það allt með ljóðrænum og grípandi hætti. 

Penni: Kristján Ernir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search