Podkast gagnrýni

Athyglisbrestur á lokastigi

Þættirnir eru í stjórn þeirra bráðfyndnu Lóu Bjarkar Björnsdóttur og Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur (Salka). Þetta eru 15 þættir sem komu út í sumar og eru allir aðgengilegir á Spotify. Stelpurnar fá til sín góða gesti eins og Kamillu Einarsdóttur, Hugleik Dagson, Berglind Festival og fleiri, og ræða saman um það sem mótar okkur hvað mest og hefur áhrif á okkur alla daga, poppmenningu. Ég mæli hiklaust með því að byrja á þessum sem fyrst. Passaðu þig bara á því að hlæja ekki of hátt þegur þú situr ein/einn/eitt í strætó, þá fer fólk að stara. 

Hinseginleikinn

Ingileif Friðriksdóttir hefur staðið sig gríðarlega vel í að gera fræðsluefni fyrir fólk á öllum aldri um ýmis hinseginmálefni. Ingileif og María Rut, eiginkona hennar, hafa til dæmis haldið uppi fræðsluvettvangi undir sama nafni á hinum ýmsu samfélagsmiðlum auk þess að tala í skólum, halda fyrirlestra og vera opnar og stoltar af sínu lífi. Í sumar komu út sex þættir, gefnir út af RÚV í tilefni 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna í New York og 20 ára afmælis hinsegindaga á Íslandi. Þættirnir farayfir sögu hinseginfólks og stöðu þeirra og málefni í dag. Þættirnir eru skemmtilegir auk þess að vera fræðandi. 

Morðcastið 

Í Morðcastinu fjallar Unnur Arna Bergþórsdóttir, ásamt góðum gestum, um ýmis morðmál á léttu nótunum. Það hafa ýmsir svipaðir þættir verið gerðir en þessi er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Bæði íslensk og erlend sakamál eru tekin fyrir. Þættirnir eru sprenghlægilegir og skemmtilegir að hlusta á. Það koma nýjir þættir hvern einasta fimmtudag og eru alls 40 þættir eins og er á Spotify. 

Í ljósi sögunnar

Í ljósi sögunnar eru frábærir þættir í umsjón Veru Illugadóttur. Þeir hafa notið töluverðra vinsælda síðan sá fyrsti var birtur árið 2016. Í þættinum er farið yfir málefni líðandi stundar í ljósi sögunnar. Þættirnir eru fræðandi, upplýsandi og einstaklega ánægjulegir að hlusta á. Þetta er frábær leið til þess að nýta auka tíma í eitthvað uppbyggjandi og heilsteypt. 

PENNI: Jana Björg Þorvaldsdóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search