Hrútur
Elsku hrútur, það sem við hin dáumst að þér. Þú ert alltaf til í nýjar og skemmtilegar áskoranir og árið 2020 verður það ekkert öðruvísi. Þú sækir í það óþekkta og það er ýmislegt í stjörnunum sem bendir til þess nú sé tíminn fyrir ferðalög. Farðu að kanna heiminn og það sem býr innra með þér. Njóttu lífsins.
„Be ready to change your goals, but never your values“ – Dalai Lama
Lag: Moi je joue – Brigitte Bardot
Naut
Vivez l’amour! Þetta verður ár ástarinnar elsku naut. Venus er með þér í liði en þú skalt þó ekki leyfa henni alveg að ráða. Fylgstu með og farðu varlega, ekki gera neitt sem þú vilt ekki því þú ræður þér sjálft. Þú skalt muna að sama skapi að þú ræður þér, bara þér og engum öðrum. Þú tekur bara ábyrgð á sjálfu þér. Þú ert þrjóskt, staðfast og einstaklega traust. Leyfðu þér aðeins að leika og slaka betur á, gerðu eitthvað óvænt…þó það verði erfitt.
,,Don´t let the behavior of others destroy your inner peace” – Dalai Lama
Lag: La vie en rose – Édith Piaf
Tvíburi
Jæja tvíburi, nú er kominn tími á að hætta þessum leikjum og leyfa alvörunni aðeins að taka við. Þetta er árið til þess að líta inn á við og takast á við allt það sem þú hefur bælt niður hingað til. Kannski að kíkja til sála eða góðs vinar, jafnvel. Mundu að rækta líkamlegu heilsuna samhliða og þá eru þér allir vegir færir. All my love!
„The goal is not to be better than the other man, but your previous self“ – Dalai Lama
Lag: J´y pense tout bas – Ria Bartok
Krabbi
SELFCARESUNDAYSELFCAREALLDAYS! 2020 mun aðeins snúast um einn hlut hjá þér elsku krabbi og það er sjálfsást. Burt með toxic fólk og toxic orku. Vertu með þér og njóttu þess. Lærðu að verja tímanum með sjálfum þér, finna muninn á því að vera einn og að vera einmana. Passaðu þig nú samt á því að einangra þig ekki. Ræktaðu góð og heilbrigð sambönd og gerðu þau enn sterkari. Passaðu upp á þig.
„Happiness is not something ready made. It comes from your own actions.“ – Dalai Lama
Lag: Il neige – Voyou
Ljón
2020 verður ár sköpunargáfunnar! Finndu listina og hæfileikana innra með þér og ræktaðu þá áfram. Kannski finnur þú eitthvað alveg nýtt og skemmtilegt áhugamál sem þig grunaði aldrei að yrði þitt. Þú elskar athygli og fólk er gjarnt á að veita þér hana en reyndu eftir þinni bestu getu að rækta hógværðina og auðmýktina sem týnist oft innra með þér. Ég hef fulla trú á þér ljónsi.
„Remember that sometimes not getting what you want is a wonderful stroke of luck.“ – Dalai Lama
Lag: Non, je ne regrette rien – Édith Piaf
Vog
Mikið er talað um og gert grín að því að þú getir ekki fyrir þitt litla líf tekið ákvörðun sama hversu smávægileg hún er, en þú skalt ekki láta þetta á þig fá. Taktu þessu góðlátlega gríni þess í stað með opnum örmum og hlæðu með því það er nákvæmlega réttlætið og þessir grunneiginleikar vogarinnar sem munu bera með sér góðan árangur í lífi þínu. You can do it!
„If you think you are too small to make a difference… try sleeping with a moscito in the room.“ – Dalai Lama
Lag: Les Eaux de mars – Stacey Kent
Meyja
Meyja, meyja, meyja…þú ert on fire! Ég skil ekki hvernig en þú ert með þetta, bara allt. Þú smeygir þér framhjá erfiðleikum lífsins með mjúkum, yfirveguðum hreyfingum og fullkomnum heiðarleika. 2020 er self-care árið og það á líka við um þig. Hugaðu vel að líkamlegri heilsu þinni á árinu. Burt með kílóakjaftæði og hugsaðu um mjúkar hreyfingar og vellíðan. Árið ætti að verða mjúkt og gott.
„This is my simple religion. There is no need for temples; no need for complicated philosophy. Our own brain, our own heart is our temple; the philosophy is kindness.“ – Dalai Lama
Lag: Mon amour, mon ami – Virginie Ledoyen
Sporðdreki
2020 verður ár sjálfsöryggisins hjá þér sporðdreki. Eyddu tíma í að setja þér markmið, komast að því sem þú vilt fá út úr lífi þínu og náðu því. Þetta verður ýkt ár. Þú munt fljúga hátt og skella niður til skiptis en ekkert mun koma þér úr jafnvægi svo lengi sem þú heldur fast í markmiðin og vinnur markvisst að því að ná þeim. Mundu samt að það er munur á sjálfsöryggi og hroka…
,,To conquer oneself is a greater victory than to conquer thousands in a battle.” – Dalai Lama
Lag: Oui ou non – Angéle
Bogmaður
Elsku bogmaður, vanalega ert þú ekki mikið fyrir innantóma draumóra en nú er tíminn til þess að leyfa huganum að fljóta upp í skýin. If you can dream it, you can do it. Stjörnurnar eru með þér í liði og þær fylgja þér alla leið svo lengi sem þú fylgir hjartanu og eigin sannfæringu. Þú skalt samt vera á varðbergi því samskipti munu reynast þér erfið, þá sérstaklega þegar það kemur að því að tjá tilfinningar þínar. Ef þau verða þér um megn, leitaðu þér hjálpar.
,,People take different roads seeking fulfillment and happiness. Just because they’re not on your road doesn’t mean they’ve gotten lost.” – Dalai Lama
Lag: Tombé – M. Pokora
Steingeit
Þú átt það til að festast í að horfa of mikið til fortíðar eða að gleyma þér alveg í stórum framtíðarplönum. 2020 mun snúast um að blanda þessu saman til þess að ná lengra og hraðar. Gleymdu ekki að dvelja í núinu og leyfa þér að vera svolítið zen, þú átt það skilið. Steingeiturnar eru stórlega vanmetnar og ættu að fá meira kredit, nú er ykkar tími.
,,Sometimes one creates a dynamic impression by saying something, and sometimes one creates as significant an impression by remaining silent.” – Dalai Lama
Lag: Ma sæur – Clara Luciani
Vatnsberi
Elskuelskuelskubesti vatnsberi, hvar værum við hin án þín? Frá frábærum stíl, til góðra ráða og frábærra knúsa þá áttu okkur hin algjörlega. Þetta ár verður frábært. Þér verður ýtt lengst út úr þægindarrammanum, en það verður allt til góðs. Þú átt það til að berjast við vandamál þín í hljóði en það mun hafa þau áhrif að þú gerir einhverskonar uppreisn í lok ársins og munt þurfa að læra að kúpla þig upp á nýtt. Mundu að þú elskar frelsi en ekki ringulreið.
,,Sometimes one creates a dynamic impression by saying something, and sometimes one creates as significant an impression by remaining silent.” – Dalai Lama
Lag: Balance ton quoi – Angéle
Fiskur
2020 er tíminn til að koma niður úr skýjunum og taka þátt í raunveruleikanum. Heimurinn snýst ekki um þig en honum þykir vænt um þig og þú þarft að læra að takast á við það í stað þess að flýja. Árið þitt mun að mestu snúast um að finna jafnvægi draums og alvöru. Þetta verður einhver barátta en hún mun aðeins leiða til góðra hluta. Farðu varlega og hugsaðu vel um sjálfan þig. Ég treysti á þig, fiskur.
,,A disciplined mind leads to happiness, and an undisciplined mind leads to suffering.” – Dalai Lama
Lag: Message personnel – Francoise Hardy
PENNI: Jana Björg Þorvaldsdóttir