Algengt að brotið sé á ungu fólki

Ungt fólk er í viðkvæmari stöðu á vinnumarkaðinum. Ungt fólk treystir oft á það að fólk sé heiðarlegt og fylgi lögum við ráðningar en því miður er algengt að brotið sé á réttindum ungs fólks. Ástæðurnar eru margþættar, ungt fólk hefur ekki mikla reynslu, vinnur ekki lengi á hverjum vinnustað fyrir sig og er ekki upplýst um réttindi sín í upphafi ráðningar. 

Efling hvetur ungt fólk, sem hefur verið brotið á að deila því með öðrum. Reynslusögur verða birtar á vef Eflingar og Facebooksíðu þeirra. Ef fólk hefur áhuga á að deila sögu sinni skal viðkomandi hafa samband við Eflingu í gegnum thorunn@efling.is.

Algengt er að brotið sé á eftirfarandi réttindum ungs fólks:

  1. Allir eiga að fá skriflegan ráðningarsamning og að það sé samið um hlé á vinnutíma. Ef ekki fæst tími til þess að taka hlé á vaktinni á að greiða fyrir það. 
  2. Allir eiga að fá launaseðil eftir hvert launatímabil og sniðugt er að renna yfir hann og sjá hvort allt stemmir. 
  3. Allir sem hafa unnið einhvern hluta af árinu eiga að fá orlofsuppbót í júní og svo desemberuppbót í desember. 
  4. Vinnuveitandi á alltaf að greiða fyrir prufuvaktir. 
  5. Ef þú getur ekki mætt á vakt vegna veikinda er það á ábyrgð yfirmanns að finna afleysingu en aldrei á þinni.
  6. Þú átt rétt á að vinna alla vaktina þó að það sé lítið að gera og atvinnurekandi stingur upp á að þú farir fyrr. Ef þér er sagt að fara fyrr af vakt áttu rétt á að fá alla vaktina greidda. 
  7. Minnst 10.17% eiga að vera greidd ofan á launin þín sem orlof. Orlofið er lagt inn á reikning í þínu nafni. 
  8. Starfshlutfall er ávallt tala en ekki bil, til dæmis 70-80%.

Á síðu Eflingar standa eftirfarandi upplýsingar og þar er ungt fólk hvatt til að leita til þeirra svo hægt sé að koma í veg fyrir að einstaklingar/fyrirtæki svindli frekar á fólki. 

Ef þú nýtur ekki þessara réttinda á þínum vinnustað, eða þarft aðstoð við lestur launaseðla, getur þú fengið aðstoð á skrifstofu Eflingar. 

Hafðu meðferðis: 

● Ráðningarsamning, ef þú ert með hann.

● Launaseðla frá síðustu mánuðum.

● Vaktaplanið þitt.

● Þína eigin tímaskýrslu yfir hvað þú vannst mikið hvern vinnudag. 

PENNI: María Árnadóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search