Skip to content

Ljóð án titils

Facebook
Twitter
LinkedIn

reiðin brennir þig alla 

þú veist hvernig það er 

það vita allir hvernig það er 

hún byrjar í hjartanu

og áður en þú veist af 

hefur hún lagst yfir allt brjóstið 

hún fikrar sig um alla útlimi í allar áttir 

og endar í fingurgómunum

þar er engin útkomuleið 

þá fer mig að svíða meira 

þú hatar meira 

kreppist saman og í sundur 

aftur æpandi geggjuð 

þig langar ekkert meira en að springa í loft upp 

eins og kjarnorkusprengja 

og sýna allri heimsbyggðinni hvernig það er 

að tryllast af bræði og ná engu út 

föst með engar dyr í gluggalausum fangaklefa 

þar sem ekkert er

þú finnur ekkert þangað til allir fara 

þá verður ímyndaði fangaklefinn að veruleika 

og bræðin hverfur 

af því þá er ekki fyrir neinum að fela 

og þá sérðu loksins að bræðin var aldrei til staðar 

(bara enginn peningur fyrir sálfræðitímum)

Höfundur: Ingibjörg Ramos