Gómsæt súkkulaðiköku uppskrift

Þetta er uppskrift sem ég stend með. Hún klikkar aldrei, sama hvað. Hún er ótrúlega bragðgóð og það elska hana allir. Eins mikið og ég vildi að ég gæti eignað mér heiðurinn af þessari uppskrift þá er hún af vefsíð Evu Laufeyjar. Ég mæli hiklaust með að prófa þessa!

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Súkkulaðibotnar

 • 3 bollar Kornax hveiti
 • 2 bollar sykur
 • 3 egg
 • 2 bollar AB mjólk
 • 1 bolli bragðlítil olía (ekki nota ólífuolíu)
 • 5-6 msk. gott kakó
 • 2 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. matarsódi
 • 2 tsk. vanillu extract eða vanillusykur.

Aðferð: Hitið ofninn í 180°C (blástur). Blandið öllum hráefnum saman og
hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið er orðið silkimjúkt. Smyrjið tvö lausbotna
form og skiptið deiginu niður í formin. Bakið við 180°C í 20 – 25 mínútur.
Tíminn fer auðvitað eftir ofnum, eins og alltaf. Gott er að athuga baksturinn
með því að stinga prjóni í kökuna, prjónninn á að koma hreinn út og þá er kakan
klár. Leyfið botnunum að kólna alveg áður en þið setjið á þá krem.

Klassískt og ómótstæðilegt smjörkrem.

 • 370 g. flórsykur
 • 220 g. smjör
 • 4 msk. gott kakó
 • 2 msk. mjólk eða rjómi
 • 2 tsk. vanilla extract eða vanillusykur
 • 1 msk. uppáhellt kaffi

Aðferð: Þeytið saman smjör við stofuhita og flórsykur í svolitla stund, því
næst fer annað hráefni og þeytið vel í nokkrar mínútur. Kremið verður
silkimjúkt ef þið þeytið það í 4 – 5 mínútur. Því lengur því betra verður
kremið, það er mín skoðun. Smyrjið kremi jafnt á milli botnanna og þekjið
kökuna svo með þessu gómsæta kremi. Ég reif einu sinni niður súkkulaði með ostaskerara og notaði sem skraut, það kom vel út og það var ekki verra að fá litla
súkkulaðibita með kökunni.

Penni: Jana Björg Þorvaldsdóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search