Forvitnileg blæti

Fólk getur verið mismunandi á marga vegu og þegar að kemur að kynferðislegri örvun erum við mismunandi á mjög marga vegu. Blæti eða ,,fetish” eins og flestir kjósa að segja, geta verið mismunandi, skemmtileg og sum heldur einkennileg. Ég vil minna á það að hvaða blæti sem þú ert með er í góðu lagi, svo lengi sem allir eru samþykkir og að gjörðir fari ekki út fyrir lögin. Hér er listi yfir nokkur óvenjuleg blæti sem eru kannski ekki kunnug öllum. 

Kristján Örn Björgvinsson | Neminn.is

Climacophilia: 

Ef þú sérð einstakling detta niður stiga hver eru þín viðbrögð? Flestir myndu athuga hvort að einstaklingurinn sé ekki örugglega í lagi, en einvhverjir verða graðir. Já, hárrétt. Það eitt kveikir í þeim með climacophiliu að sjá einhvern detta niður stiga. Einstaklingurinn þarf ekki endilega að detta harkalega niður stigann, að hrasa gæti verið nóg fyrir suma. Í sumum tilfellum finnst einstaklingnum örvandi að sjá aðra manneskju detta niður stigann eða, það sem að er algengara, að þeir sjálfir detti niður stigann. Það er líklegast vegna þess að oftast er meira örvandi að upplifa það sjálfur. Climacophilia er mjög sjaldgæf en þó eru til einhverjir sem kveikja í sér með því að henda sér niður stigann. Flestir finna fyrir létti að sjá lyftu, en þeir með Climacophiliu hljóta að verða fyrir miklum vonbrigðum. 

Dendrophilia: 

Hér er blæti sem er mun algengara en Climacophilia og einhver af ykkur gætu jafnvel þekkt. Dendrophilia þýðir í raun ,,ást á trjám”, þegar einstaklingur stundar sjálfsfróun við tré eða einhverskonar plöntu. Þetta fyrirbæri hefur verið til í margar aldir, en talið er að í einhverjum fornaldar samfélögum var tréð tákn frjósemis og menn heiðruðu það með því að fróa sér á trén. Sumir segja þetta vera leið þeirra til að sína ást á umhverfi okkar. Dæmi er um að fólki sé hent úr almenningsgörðum fyrir ,,ást á trjám”. Það er meira að segja til hópur á tiltekinni síðu þar sem einstaklingar deila sínum tilfinningum gagnvart trjám. Allskyns sögur eru til um fólk með Dendrophilia og allir hafa sínar ástæður. Gott er þó að hafa í huga að bera virðingu fyrir náttúrunni og öðrum í kringum sig, og að sinna ekki kynferðislegum þörfum á almannafæri. 

Hybristophilia: 

Hefur þér einhvertíman þótt Ted Bundy vera aðlaðandi? Eða kannski Richard Ramirez? Flest okkar munu eflaust segja nei, vegna þess að þeir voru raðmorðingjar og hreinlega algjör skrímsli. En þrátt fyrir þeirra illverk giftust þeir báðir eftir að hafa verið dæmdir. Þetta voru konur með Hybristophilia eða betur þekkt sem ,,Bonnie and Clyde syndrome”. Einstaklingar með Hybristophilia eru flest allt konur, allavega er ekkert þekkt dæmi um blætið hjá körlum. Þetta blæti einkennist af því að einstaklingur örvast af fólki sem hefur framið afbrigðilega glæpi. Þá á borð við nauðgun, ofbeldi og morð. Mjög oft eftir að morðingjar eru dæmdir berast þeim aragrúa af bréfum frá konum sem þrá það eitt að sofa hjá þeim. 

Önnur skrítin blæti sem vert er að kynna sér: 

Oculolinctus: Kynferðsileg örvun við að sleikja augu annara 

Psychrophilia: Kynferðisleg örvun við að sjá aðra frjósa eða frjósa að frjósa sjálf. 

Autoplushophilia: Kynferðisleg örvun við að klæða sig upp í teiknimyndalegan, stóran bangsa.  

Penni: Ragnheiður Geirsdóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search