Exem vinaleg sundlaug og frítt net í Lauardalslaug.

Laugardalslaug: 

Nánast allir Íslendingar hafa allavega einu sinni spriklað í Laugardalslauginni, ef ekki þú, hvar hefurðu verið? Það er eitthvað svo notalegt, að liggja að kvöldi til í litlu kringlóttu vaðlauginni, að spjalla við nokkra vel valda og horfa yfir glæsilegu sundlaugina. Einnig er sjarmur í því að hlaupa upp stigann að rennibrautinni í sautjánda skipti með litlu frænku þinni, í nístings kulda í febrúar. Ekki allir gera það sama í sundi. Enda hefur Laugardalslaugin eitthvað í boði fyrir alla, sérklefa, wipeout braut og frítt net svo eitthvað sé nefnt. Kannski er ekki mikil þörf á nettengingu í sundi en maður getur aldrei verið viss hvenær á henni er að halda. 

Seltjarnarneslaug: 

Hér er um að ræða hina fullkomnu morgunlaug. Gott spjall við eyjaskeggja og kósí pottastemning. Seltjarnarneslaug er góð andstæða Laugardalslaugar. Laugin er ekki stór, heldur er hún fullkomlega lítil og hin huggulegasta hverfislaug. Gott er líka að nefna að vatnið kemur úr borholu í nágrenninu og er því mjög steinefnaríkt. Margir exemsjúklingar segja vatnið ekki þurrka húðina eins mikið og aðrar sundlaugar gera. Einnig er mjög góð aðstaða fyrir fatlaða á svæðinu. Þetta er tilvalin staður til að kíkja í morgunsund með ömmu og fá sér svo rjúkandi Merild kaffibolla á eftir. 

Hofsós: 

Ef leið þín liggur í Skagafjörðinn þá mæli ég eindregið með sundlauginni á Hofsósi. Laugin stendur við sjóinn með unaðslegu útsýni yfir Skagafjörðinn. Að sögn föður míns eru líka ,,flottir klefar”, ennþá betri ástæða til að kíkja við. Sundlaugin sjálf er ekki stór og ekki pottarnir heldur en samt sem áður er huggulegt að liggja við bakkann og horfa á útsýnið, enda er það í aðalhlutverki. Byggingin er glæsileg og hefur fengið athygli fyrir fallegan arkítektúr. Þorpið sjálft er líka lítið og krúttlegt, það er skemmtileg upplifun með fjölskyldu og vinum að setjast niður með nesti á sólríkum sumardegi þar.  

Lágafellslaug: 

Lágafellslaug er klárlega þinn besti vinur þegar að foreldrar þínir fara í fimmtugsafmæli og þú situr uppi með eirðarlausa litla bróður þinn. Margt er í boði fyrir fullorðna jafnt sem krakka. Rennibrautirnar eru öskrandi skemmtilegar, ein gul, önnur rauð og hin appelsínugul, hver er uppáhalds liturinn þinn? Einnig er nóg til af pottum með öllum hitastigum og lítil sæt innilaug. Í sömu byggingu og sundlauginn er góð ræktaraðstaða, því er tilvalið að brenna nokkrum og skella sér svo í pottinn. En ef ræktin er ekki fyrir þig, þá getur verið erfitt að hlaupa stigann upp að rennibrautunum. 

Krossneslaug: 

Sundlaugin á Krossnesi er fyrir ykkur útivistarperrana. Líkt og sundlaugin á Hofsósi, er Krossneslaug aðalega sótt fyrir útsýnið. Að liggja í lauginni er draumum líkt, háu fjöll Vestfjarðanna öðru meginn og sjórinn nánast alveg upp við laugina hinumeginn. Laugin er opin allan sólarhringinn og enginn viðstaddur í afgreiðslunni. Krossneslaug er góður staður til þess að enda langa göngu og njóta náttúrunnar sem Ísland hefur upp á að bjóða. Hvers vegna ekki að skreppa til Vestfjarða í haustfríinu og skella sér í miðnætursund á Krossnesinu? +

Penni: Ragnheiður Geirsdóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search