Hvaða persóna úr The Office ert þú?

Penni: Elís Þór Traustason


The Office (US) er einn vinsælasti gamanþáttur seinustu ára og eiga sér aðdáendur úti um allan heim. Eitt helsta aðdráttarafl þáttanna er án efa samansafnið af skrítnum og skemmtilegum persónum. En hver þessara 4 aðalpersóna á best við þig? 

Hvað gerirðu þegar þér leiðist?

a) Þú dvelur við dagdrauma

b) Þú hrekkir samstarfsfólk þitt

c) Þú heldur uppistand

d) Þú stundar karate

Hvert er draumastarfið þitt?

a) Málari

b) Reka auglýsingastofu fyrir íþróttafólk

c) Grínisti

d) Yfirmaður útibús pappírssölufyrirtækis

Hvað myndirðu helst vilja læra í skóla?

a) List

b) Íþróttafræði 

c) Kvikmyndagerð

d) Mannkynssögu

Hvernig kaffi færðu þér?

a) Latte

b) Svart og sykurlaust

c) Karamellumokka

d) Hreinar kaffibaunir

Hvaða tungumál myndirðu helst vilja læra?

a) Frönsku

b) Hef ekkert pælt í því

c) Spænsku

d) Kann þýsku, þarf ekki meira

Hver er þinn helsti ótti?

a) Að stíga út fyrir rammann

b) Að skuldbinda þig

c) Að vera einmana 

d) Ekkert 

Hvernig bíl áttu?

a) Lítinn og krúttlegan

b) Rúmgóðan og þægilegan

c) Flottan og fallegan

d) Traktor

Hver er þinn helsti galli?

a) Skortur á hugrekki

b) Metnaðarleysi

c) Athyglisþörf

d) Valdadýrkun 

Niðurstöður:

Flest a: Pam Beesly

Þú ert feimin týpa og listræn. Átt auðvelt með að ná saman með fólki og (næstum því) öllum þykir vænt um þig. Þér finnst samt erfitt að segja hug þinn og setja öðrum skýr mörk. Mættir vera hugrakkari og djarfari. 

Flest b: Jim Halpert

Þú ert opin týpa og fyndin. Flestum finnst gaman í kringum þig og þú hefur mikla leiðtogahæfileika. Þú ert samt pínu eineltispúki inn við beinið og sýnir öðrum ekki alltaf mikla nærgætni. 


Flest c: Michael Scott

Þú ert skemmtileg týpa en átt til að vera þreytandi og athyglisjúk. Þyrftir að vinna í þínum samskiptum og væntingum til þín og annarra. Engar áhyggjur samt, við öll elskum þig innst inni. 

Flest d: Dwight Schrute

Úff. Þú ert erfið týpa að eiga við. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja við þig. Þú átt erfitt með mannleg samskipti og þykir stundum pirrandi, nokkuð sem þú þyrftir að bæta. En þú sýnir þínum nánustu ódeyjandi tryggð og ert vinur í raun. 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search