Bangsar – ekki bara fyrir börn

Penni: Embla Waage

Þú gætir verið að hugsa með þér: ,,hvað ertu, tólf ára?”. En ég er sautján ára (og ellefu mánaða) gömul, þannig þið ættuð sannarlega að lesa vandlega. Þótt bangsar séu kenndir við börn geta þeir verið afar nytsamlegir öllum aldurshópum. 

Upprennilega skapaðir af Theodore ‘Teddy’ Roosevelt urðu bangsar afar eftirsóttir. Hann getur stært sig af því að vera minnst sem skapara elskaðra leikfanga, en ekki sem rasista. Teddy hafði líklega ekki ætlað sér að skapa rándýra safngripi, en það varð raunverleikinn. Því þó þeir tákni vissulega barnæsku, tengja margir tuskudýrin við almenna ást og umhyggju. Hvað myndir þú gefa ketó-mömmu þinni á mæðradaginn ef ekki væri fyrir blessuðu bangsana? Yrði Valentínusardagurinn sá sami án hallærislegu gjafanna sem þú helst myndir vilja rífa í sundur? Svarið er lýsing á öðrum, mun hryllilegri, raunveruleika. 

Auk þess að vera ósköp fallegir, geta bangsar gert okkur heilbrigðri. Þó erfitt sé að finna rannsóknir ætlaðar eldri kynslóðum; geta tuskudýr aðstoðað svefn gífurlega. Það að knúsa bangsa á meðan þú sofnar getur minnkað kvíða og fækkað martröðum. Auk þess geta þeir fyllt holuna í hjartanu þínu. Þessi sem þú heldur að manneskja geti fyllt, en hefur aldrei kynnst í rauntíma. Auk þess getur þú dæmt um manngildi fólks með því að geyma bangsa á rúmi þínu. Þegar þú færð gest í heimsókn mun hann líklega gera eitt af þrennu: hundsa bangsann, knúsa hann eða gera lítið úr þér. Ef seinasti valmöguleikinn verður fyrir valinu skaltu henda viðkomandi aðila út – þú hefur engin not fyrir þau í þínu lífi.

Með aðstoð bangsans getur þú tekist á við marga af þínum eigin göllum. Ef þú glímir við félagskvíða getur þú æft þig að rabba við bernskubangsann – hann mun ekki dæma þig. Ef þú þarft að burðast með mikla reiði skaltu láta bangsa heyra það. Auk þess gætu sumir haft gott á því að hugsa um bangsa. Það gæti hljómað kjánalega. En áður en þú sækir kött á Kattholt skaltu passa upp á bangsa í nokkrar vikur. Ef þú týnir honum skaltu vinsamlegast halda þér fjarri öllu sem lifir.

Mögulega er tilhugsunin um að grafa bangsa upp úr geymslunni fjarstæð. Þó, gæti það borgað sig margfalt. Auk þess að vera heilbrigð leið að takast á við kvíða og ofsareiði, segir það margt um þig. Sjáðu fyrir þér alla sem sofa enn með bangsa í framhaldsskóla. Hvað á þetta fólk allt sameiginlegt? Þau eru öll lagleg.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search