Óskrifuðum reglum sem ber að fylgja á rúntinum

Penni: Stefán Árni

1. taktu ruslið með þér þegar þér er skutlað heim.

Þetta segir sig sjálft. Sjálfur á ég vini sem fylgja ekki þessari reglu og það er EKKERT meira þreytandi en að þurfa að fara um allan bílinn að leita af rusli og enda með heilan ruslapoka af snakkpokum og breezer flöskum.

2. ekki vera lengur en 15 mínútur á ríðunesi (gróttu).

Helst bara ekki fara þangað, en ef þið einhvern vegin slysist þangað, þá er eins gott að staldra ekki lengi við, stemmingin verður fljótt þreytt og gott að komast í burtu áður en bíllinn smitast af subbulegu greddunni sem tíðkast á ríðunesi.

3. virðum auxið

„With great power, comes great responsibility.“ Ef þú færð þann heiður að fá aux-ið og stjórnar tónlistinni, þá er eins gott að þú spilir ekki bara eitthvað mumble rapp sem bara þú, einungis þú, fílar. Bílstjórinn ætti að vera óhræddur við að taka burt hin eftirsóttu aux-réttindi ef manneskjan notar þau ekki rétt. 

4. góður rúntur = enginn sími

Ef að þú ert á rúntinum þá er algjört aðalatriði að þú takir þátt í samræðunum. Ekki vera sú manneskja sem kemur með á rúntinn ef þú ætlar bara að vera símanum. Oftast er pláss í bílnum dýrmætt, vertu frekar heima og þá fær einhver pláss sem á það skilið.

5. hjálpaðu með bensínkostnaðinn

Ef þú ert að rúnta þá er must að það sé eitthvað samkomulag um hvernig bensín kostar. Í sumum vinahópum keyra allir jafnmikið og þá er hægt að láta bensínkostnaðinn jafnast út. En ef sömu manneskjurnar keyra alltaf, þá er mjög vel séð að bjóðast til að hjálpa með bensínið.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search