Penni: Elís Þór Traustason
Fjölnir Gísla og Vilhelm Neto halda uppi hlaðvarpinu Já OK. Þeir ræða um skrítin
og skemmtileg málefni úr íslenskri sögu, aðallega það sem er ekki í sögubókunum. Hlaðvarpið Já Ok er
samt mest grín og léttur fróðleikur.
Viljið þið kynna ykkur?
Fjölnir: Ég heiti Fjölnir Gíslason, leik- ari, hlaðvarpari, rafvirki, ljósahönnuður.
Villi: Ég heiti Villi, er leikari, grínisti og dagskrárgerðarmaður
Hvernig kom hugmyndin að þessu hlað- varpi?
Villi: Ég var einhvern tímann að tala um við Fjölni að mig langaði að gera þátt um skrítna, íslenska hluti í íslenskri sögu. Mér fannst líka skemmtilegt concept að einn sé að útskýra og hinn sé að læra, eins og í Stuff You Should Know. Það er góð leið til að læra hlutina sjálfur. Við ákváðum að kýla á það og tókum upp tvo prufuþætti sem við sendum á RÚV Núll. Svo fengum við það strax í gegn.
Uppáhaldsþáttur að taka upp?
Villi: Minn var Jörundur hundadaga- konungur. Ég var búinn að vera með dellu fyrir honum í smá tíma þegar við gerðum þáttinn.
Fjölnir: Það var svaka þáttur, enda two-parter. Það var svo mikið til að tala um hann og samt að til að ná að koma þessu öllu í tvo þætti þarf að pressa þetta svo mik- ið saman. Það þarf að skippa hellings efni.
Villi: Mér fannst til dæmis margt skemmtilegt um uppeldið hans Jörundar en þurfti bara að skeyta framhjá því. Tala um það hvað hann var klár drengur en samt alltaf að púkast og prakkarast, jafnvel þegar hann var krakki.
Fjölnir: En minn, svona sagnfræði- lega séð var Þorskastríðið. Mér fannst það geðveikt af því það var eins og þríleikur: Þorskastríðið 1. partur, Þorskastríðið 2. partur og svo áfram. Svo stigmagnast þetta og verður meira og meira rugl. Ómar Ragnarsson allt í einu mættur á trillubát með gjallarhorn að öskra á breska herinn. Þeir voru eitthvað að miða byssum á hann en af því við vorum í NATO gátu þeir ekk- ert gert. Svo var gaman að gera þætti eins og um Básendaflóðið og um flugsöguna sem eru afar pródúseraðir í hljóðmynd.
Hvað fer mikil vinna bakvið hvern þátt?
Fjölnir: Ja, við þurfum að rannsaka, skrifa handrit, taka upp og klippa og við reynum að taka upp á sunnudögum og skila þættinum á mánudegi eða þriðjudegi.
Villi: Við erum samt ekki búnir að reikna það út svo við gefum ekki sjálfum okkur sjokk með hvað við leggjum mikla vinnu í þá. Þetta fer svo líka yfir í áhuga- mál, það hjálpar að við séum komnir með meiriháttar sagnfræðiáhugamál. Það léttir á hversu mikil vinna þetta er, það er alltaf gaman að fræða sig og lesa bók.
Fjölnir: Svo fer líka eftir því hversu aðgengilegt efnið er sem maður er að skoða. Stundum tekur það dag eða jafnvel tvo daga að skrifa, svo klukkutíma að taka upp. En myndi segja allavega fimm klukkutíma að klippa.
Villi: Klippingin er böggið.
Fjölnir: Það er svo leiðinlegt nefni- lega þegar ég er að hlusta á podcast með frábæru efni en svo er það bara tekið upp með lélegu sound-i. Þá hefur maður ekki orkuna í það að hlusta og dettur bara út.
Eitthvað viðfangsefni sem ykkur langar að taka fyrir en vitið ekki hvort þið munið?
Fjölnir: Það er eitt núna sem mig langar rosalega að gera en ég get það ekki út af COVID. Það er hvernig dómskerfið á Ís- landi var fyrst á Alþingi fyrir Siðaskiptin. Þá var bara verið að hálshöggva menn og svo um dýflissuna á Bessastöðum.
Villi: Var einmitt að senda mail á Bessa-
staði, svo við gætum verið að fara þangað á næstunni.
Villi: Væri líka gaman að gera þátt um Hegningarhúsið, þaðan kemur orðið „fara í steininn.“ Svo væri gaman að gera þátt um íslenska mynt, ég er einhver myntperri núna. Ég veit samt ekki hvort þetta væri áhugavert fyrir hvern sem er. En ég er að íhuga það.
Fjölnir: Maður er líka oft með við- fangsefni sem maður veit ekki hvernig fólk mun fíla en það reddast einhvern veginn alltaf út af kemistríunni á milli okkar. Við treystum því bara að við náum að bulla eitthvað líka
Villi: Náum aðeins að flippa.
Fjölnir: Stundum líka er viðfangsefnið þannig að maður nær ekkert að bulla. Eins og með stríðið á Srí Lanka. Þá verður mað- ur að leyfa efninu að njóta sín.
Hvert fóruð þið í framhaldsskóla?
Villi: Fór í MH
Fjölnir: FVA, Fjölbraut Vesturlands á Akranesi. Ég náttúrulega ólst upp í sveit þannig að þegar ég fór í skóla þá fór ég í stórborgina Akranes. Fattaði ekki að hugsa lengra en hefði sennilega farið í eitthvert þar sem var meira leiklistarlíf eins og MR eða MH eða Versló.
Eigið þið einhverjar góðar minningar um framhaldsskóla til að deila?
Villi: Nei. Ég er svo mikil manneskja sem lifir í minningunni, mér finnst alltaf eins og menntaskólaárin hafi verið besti tíminn eða eitthvað svona. Svo langar mig heldur ekki að segja ekki við fólk, það er líka svo stressandi að reyna að njóta alltaf.
Fjölnir: Ég var svo mikill tossi, sko, ég stóð mig mjög illa til að byrja með en svo kikkaði þroskinn inn og ég byrjaði að læra. En ég man það svo, í útskriftinni minni, að
Væri líka gaman
að gera þátt um Hegningar húsið, það an kemur orðið „fara í steininn.“ Vilhelm Neto
skólastjórinn sagðist vilja veita mér verð- laun fyrir „bestu þróunina“ fyrir framan alla, nemendur og foreldra. Það væri ekki gert í dag.
Villi: Annars myndi ég segja mennta- skólaböllin. Ég hafði alltaf sjúklega gaman á MH böllunum.
Fjölnir: Þetta eru bæði ógeðslega skemmtilegir tímar en líka alveg erfiðir tímar. Maður er svo mikið að stíga upp úr grunnskóla. Ég fór á heimavist meira að segja, það var svona eins og að flytja að heiman sextán ára.
Villi: Alveg rosa stór tilfinningaheimur.
Fjölnir: Það er svo mikið líka af nýju dóti þarna og maður er ennþá í biðröðinni að fá bílpróf, verða átján, verða tuttugu, mega fara í Ríkið.
Góð ráð? Eitthvað sem þið vilduð hafa gert öðruvísi?
Villi: Já, læra hafa rangt fyrir sér.
Fjölnir: Ég held ég geti líka sagt það. Líka bara að vera óhræddur, ekki elta aðra og reyna að falla í það sem maður hélt að væri kannski kúl. Meira að segja í námi, því ég lærði rafvirkjann en hefði viljað fatta að fara frekar í leikarann strax. Ég bara þorði því ekki því ég hélt það væri leim.
Villi: Ekki alltaf reyna að vera nettur, líka.
Fjölnir: Mér finnsy líka krakkar í dag vera miklu klárari heldur en maður var.
Hvort viljið þið pizzu í einni og ham- borgara í hinni eða pizzu í báðum?
Villi: Pizzu í báðum, ég vil ekki vera að svissa á milli hamborgara og pizzu. Ég vil þá frekar vera að njóta pizzuheimsins í dag og hamborgaraheimsins á morgun. Það er of ruglingslegt að vera að blanda þeim saman.
Fjölnir: Ég væri til í að vera með pizzu í báðum líka. Önnur væri með banana og
hin með ananas.
Ég ætla að fá þetta á hreint, pylsa eða pulsa?
Villi: Ég ætla að segja pulsa, með tilliti til dönsku sögunnar. Pylsa er náttúrulega hreinræktaðri íslenska en eins og tungu- mál er lifandi mál, þá finnst mér fólk detta auðveldlega í að segja pulsa. Ég heyri voða fáa segja pylsa nema það sé einhver ásetn- ingur um það.
Trúið þið á drauga?
Villi: ég held ég svari það sama og með álfana, ég trúi ekki ekki á drauga. Ég vil ekki neita því. En ef það gerist eitthvað nógu spooky þá kannski byrja ég að trúa á drauga.
Fjölnir: Ég myndi segja að ég trúi ekki á drauga en svo verð ég skíthræddur alltaf þegar ég er einn. Eins og þegar ég er einn upp í stúdíói, það er alltaf mjög draugalegt hérna.
Hvort myndið þið frekar vilja stóra villu í LA eða flotta íbúð í New York.
Villi: Íbúð í New York
Fjölnir: Íbúð. Einhvern tímann ætla ég að halda jólin í New York. Bara svona með vinum.
Ef ég ætlaði að byrja hlaðvarp, hvað þyrfti ég að hafa í huga?
Villi: Vera með góða hugmynd, gott fólk með þér og svo bara kýla á það og setja metnað í það.
Fjölnir: Við byrjuðum alltaf á að taka upp á tvær tölvur því við áttum ekki græjurnar í það. Ég keypti USB-hljóðnema og við þurftum alltaf að klappa í byrjun. Svo tók ég OD-fælana úr báðum tölvunum og stillti upptökurnar saman með klappinu. Svo er það líka að prófa sig áfram.