Ráð til nemenda varðandi fjarkennslu

“Innsent efni eftir Önnu Steinsen. Fyrirlesari og þjálfari KVAN.IS

Framhaldsskólanemar eru í rafrænu námi sem getur verið mjög krefjandi fyrir marga en hentar öðrum betur. Hér eru nokk- ur ráð til að komast í gegnum rafræna námið á sem bestan hátt.

Ég heyrði í nokkrum framhaldsskólanem- um um það að ef þeir þyrftu að gefa öðrum nemendum ráð um hvernig á að fara sem best í gegnum rafrænt nám á Covid tímum þá var eitt ráðið…. eyða Tik Tok! Það eru margir orðnir háðir þessum miðli. Þetta var djók en samt með alvörutón.

 1. Ekki læra í rúminu! Ekki vakna á morgnana og fara í rafræna tíma í rúminu, það eru allar líkur á því að þú sofnir í tíma og heyrir ekkert og lærir ekkert. Farðu frekar fram eða í annað herbergi og lærðu við borð.
 2. Settu símann frá þér þegar þú ert að læra og helst inn í annað herbergi svo þú heyrir ekki í símanum eða tilkynningum.
 3. Ekki gleyma þér á samfélagsmiðlum í marga klukkutíma. Settu mörk með skjátíma. Lífið hefur upp á svo margt annað að bjóða en Instagram og Tik Tok.
 4. Klæddu þig upp. Ekki vera bara í náttfötum allan daginn því það setur okkur í extra kósý fíling og þá nennum við kannski engu þann dag.
 5. Þú verður að fara út allavega einu sinni á dag og hreyfa þig aðeins, þó það sé ekki nema göngutúr í kringum húsið. Farðu út að leika þér og hafðu gaman.
 6. Mundu að borða hollan mat, ekki leyfa þér að borða kex í morgunmat eða gúmmípoka ef hann er til og takmarkaðu alla orkudrykki eins og hægt er, allavega eftir kl.17.
 7. Farðu að sofa á réttum tíma, helst fyrir miðnætti til að ná góðri svefn- rútínu. Ekki snúa sólarhringnum við. Meiri svefn, minni kvíði, betri námsárangur og meiri hamingja !
 8. Mundu að halda sambandi við vini þína, gera eitthvað skemmtilegt saman. Ekki einangra þig í tölvunni eða á samfélagsmiðlunum.
 9. Ef þér líður ekki vel eða þú ert langt á eftir í náminu. Fáðu hjálp strax. Það er miklu betra að tala um hlutina og fá hjálp í stað þess að ýta á undan sér og fresta.
 10. Talaðu vel til þín, eins og þú værir þinn besti vinur. Það eykur sjálfs- traust.
 11. Umfram allt, haltu rútínu til að komast sem best í gegnum þetta og mundu að þetta tekur enda, vonandi sem fyrst.

KVAN býður upp á námskeið fyrir framhaldsskólanema þar sem þú lærirað byggja upp gott sjálfstraust, eflir jákvætt viðhorf til þín og annarra, lærir að setja þér markmið og ná þeim ásamt því að vinna í jákvæðum samskipt- um og læra að koma fram. Frábær og skemmtileg námskeið sem hjálpa þér að ná árangri í lífinu.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search