Hvort sem við viðurkennum það eða ekki þá finnst okkur öllum skemmtilegt að skoða stjörnuspánna. Við kíkjum í Fréttablaðið eða á Siggu Kling á Vísi og missum okkur, því allt á svo ótrúlega mikið við, eða missum okkur því ekkert virðist passa. 

Stjörnuspeki hefur verið partur af menningu heimsins frá örófi alda og birtist í mismunandi samfélögum með mismunandi hætti en það hefur aldrei verið eins auðvelt að lesa í stjörnurnar og nú. Til eru milljón öpp sem búa til stjörnukort, senda þér stjörnuspá fyrir hvern einasta dag, lesa í tarot spil og svo framvegis.

Ég mæli hiklaust með því að skoða appið Co-star. Þar skráir þú afmælisdaginn þinn, fæðingatíma og fæðingastað. Síðan færðu töflu með öllum upplýsingunum úr stjörnukortinu þínu. Hægt er að lesa um hverja plánetu og hvert hús fyrir sig, finna vini sína og bera saman stjörnukort. Það sem maður lærir á að sökkva sér í stjörnuspekina er að það er 12 stjörnumerki sem við þekkjum og hver einstaklingur á þrjú sem skipta mestu máli. Það er sólarmerkið, það sem þú þekkir nú þegar sem þitt merki og talar til persónuleikans heilt yfir, tunglmerkið, sem segir til um tilfinningalíf þitt (þú gætir mögulega tengt meira við það en sólarmerkið þitt), og rísandi merkið sem er einhverskonar gríma sem þú setur upp fyrir fólk. Eins heillandi og þessi fræði eru þá skal varast að taka þeim of alvarlega eða leyfa þeim að stjórna lífi sínu eða gjörðum. Ég hef komist að því að best sé að taka það sem dýpkar skilning þinn á sjálfinu, hvetur þig áfram og hughreystir en hunsa það sem dregur þig niður. Allt er gott í hófi!

Hrútur

Jæja gamli, þetta var erfitt sumar fullt af togstreitu og þreytu en líka skemmtun. Þú hefur mögulega lært hversu mikilvægt er að setja mörk og hversu erfitt er að fylgja þeim eftir. Nú þegar haustvindarnir eru farnir að blása er kominn tími á að ráðast í eitthvað nýtt. Lærðu að sigla, farðu í sjósund, prófaðu allar sundlaugarnar sem ritstjórn mælir með eða byrjaðu að deita vatnsmerki. Ertu að skynja eitthvað munstur hérna? Vatnið er nýji besti vinur þinn, eða maki?

Fyrirmyndarhrútur: Elton John – „Crazy water, takes my fishing boat on Monday morning”

Lag: TLC – Waterfalls

Naut

Eftir viðburðaríkt og svolítið hektik sumar þá er tími til þess aaað…..gefa ennþá meira í! Það þarf ekki að þýða það að þú eigir að taka við fleiri verkefnum, bara það að þú eigir að gefa í lífskraftinn og orkuna. Þú ert svakalega duglegt naut. Þú hefur verið að plana önnina og lífið, þú hefur skrifað og hugsað en nú er komið að því að lifa. Hættu að vera ferkantað, hættu að búa inni í kassanum þínum, hættu að pæla í ástinni og flippaðu aðeins með sjálfu þér. Njóttu!

Fyrirmyndarnaut: Pétur Jóhann Sigfússon – „Hvað segir kjeeeeeeeeeeeellinn???!!!?!?“

Lag: Lizzo – Good as hell

Tvíburi

Byrjun vetrarins verður róleg hjá þér, elsku tvíburi. Það er alltaf nóg að gera en þú virðist geta haldið mikill yfirvegun í gegnum allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Hvort sem það er mikið að gera í skólanum, vinnunni, tómstundum eða að ástin sé að valda þér einhverjum vandræðum þá hugsar þú rökrétt og finnur út úr öllu. Ekki gleyma tilfinningunum samt, gefðu þeim pláss. Þú ert góður að vinna með höndunum, það gæti verið sniðug leið til að vinna úr vandamálum þínum eða möguleg ástæða þess að þú ert svona rólyndur. Lærðu að prjóna. Það verður kallt bráðum og þig mun vanta vettlinga. 

Fyrirmyndatvíburi: Paul McCartney – „So, if I’m cooking, I’ll be steaming vegetables, making some nice salad, that kind of stuff.”

Lag: Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson – Vindar að hausti

Krabbi

Eftir einfalt og gott sumar taka ábyrgðir og skyldur við enn á ný. Það er mikið að gera hjá þér en þú myndir aldrei vilja breyta því. Þú þrífst best í hæsta gír, þýtur áfram og bakkar aldrei. Þú átt það til að forgangsraða illa og setja sjálfan þig aðeins of neðarlega. Nú er tími til að setja sjálfan þig fremst og hugsa um það sem þú vilt. Settu á þig maska og dansaðu fyrir framan baðherbergisspegilinn, lestu góða bók, horfðu á mynd, farðu út að labba. Hugsaðu um þig, bara þig og engan annann!

Fyrirmyndarkrabbi: Ariana Grande – „Thank u, next“

Lag: Kehlani feat. Dom Kennedy – Nunya

Ljón

Litla, litla, pinkulitla ljón. Lífið hefur verið erfitt fyrir þig og gæti verið það áfram. Fólk heldur að þú sért sjálfsöruggt og sterkt en þér líður eins og litla Simba í fílakirkjugarðinum. Þú vilt hlaupa heim til mömmu eða pabba og fá að hvíla þig á öruggum stað þar til þú færð kraftana þína aftur, það gerist þó ekki sjálfkrafa. Umkringdu þig góðum vinum og vertu með á hreinu hverjir eru traustir vinir og hverjir ekki. Þú ert flott. 

Fyrirmyndarljón: Kylie Jenner – „This year is just about realizing stuff“ 

Lag: One direction – Story of my life 

Vog 

Haustið fór fremur brussulega af stað hjá þér en nú fer að lægja öldum og þú finnur jafnvægið. Það eru fáir sem ná að halda öllu sínu uppi eins vel og þú. En hvað vantar þá? Það gæti verið að ástin sé að læðast upp að þér og þú ættir að taka henni fagnandi. Ekki vega og meta alla kosti og galla, ekki taka ákvörðun byggða á rökum heldur innsæi og tilfinningu. Það er kominn tími á að vera smá óábyrg, ekki um of samt. Við viljum ekki raska jafnvæginu. 

Fyrirmyndarvog: Friðrik Dór – „Hún er alveg með´etta“

Lag: Friðrik Dór – Hlið við hlið

Meyja

Vindar breytinganna blása núna yfir lífið þitt og þú verður að hafa þig alla við til þess að missa það ekki gjörsamlega. Þú verður að minna hjartað þitt á að breytingar eru nauðsynlegur partur af lífinu og þær eru oftar en ekki til góðs. Það er allt í lagi að vera lítill í sér og leiður en á endanum eiga þessar breytingar eftir að skilja eftir sig jákvæðar afleiðingar í lífinu þínu. Það er ekkert slæmt við það að vera dramatísk eða tilfinninganæm, það er bara slæmt þegar þú kannt ekki að nýta það í eitthvað heilbrigt. Stay strong meyja!

Fyrirmyndarmeyja: Freddie Mercury – „I´m just a musical prostitute my dear“

Lag: Tame Impala – Yes I´m changing

Sporðdreki

Hvað er í gangi sporðdreki? Hvað ertu eiginlega að gera? Það er eðlilegt að taka upp- og niðursveiflur, prófa nýja stíla, hlusta á nýja tónlist og kynnast nýju fólki en nú er kominn tími til að hugsa sinn gang. Skoðaðu hvernig þú kemur fram við fólk og hvaða fólk þú umgengst. Þú þarft að hvíla yfirborðskenndina og hugsa dýpra. Þú ert samt ekki varasöm manneskja, ólíkt því sem sumir gætu haldið. Þú ert bara óöruggur. Þú ættir bara að taka þér tíma og líta inn á við. Check yourself.

Fyrirmyndarsporðdreki: Björk Guðmundsdóttir – „There´s no map to human behaviour“

Lag: Imogen Heap – Hide & seek

Bogmaður

Jæja, kallinn minn. Þú hefur verið önnum kafinn. Þú vinnur og vinnur en það virðist aldrei ætla að verða nóg fyrir þig. Skoðaðu hvað það er sem veitir þér hamingju og einbeittu þér að því. Fyrir utan það virðist lífið leika við þig. Það er allt í lagi að slaka á og njóta lífsins en þú átt erfitt með það. Þú ættir að huga að vinum þínum núna, það mun borga sig. Taktu við öllum áskorunum eins og spennandi verkefnum. Með góðu hugarfari og húmornum þínum munt þú lifa að eilífu. 

Fyrirmyndarbogmaður: Taylor Swift – „I second-guess and overthink and rethink every single thing that I do.”

Lag: Lil Nas X feat. Billy Ray Cyrus – Old Town Road

Steingeit

Steingeitur eru þrjóskar og það hefur klárlega borgað sig fyrir þig. Þú hefur unnið og unnið og nú ertu loksins komin á góðan stað sem þú ert sátt við. Stjörnurnar hafa raðað sér upp fullkomlega upp fyrir þig. Ég hef ekkert meira að segja við þig. Keep doing you hun.

Fyrirmyndarsteingeit: Michelle Obama – „No matter who you are, no matter where you come from, you are beautiful.“

Lag: Rihanna – Bitch better have my money

Vatnsberi 

Elsku yndislega frábæri og einstaki vatnsberi. Dragðu djúpt andann og hlustaðu vel. Þú verður að slaka aðeins á, treysta og stökkva. Þú ert góður vinur og passar upp á þína. Þú getur líka treyst því að vinir þínir verða til staðar fyrir þig og grípa þig þegar þess þarf. Það eru fáir með eins tæra, hreina og góða sál og þú. Það eina sem gæti auðgað lífið þitt er að slaka aðeins á meðvirkninni og aumingjagæskunni og tjá þig meira. Ég elska þig vatnsberi.

Fyrirmyndarvatnsberi: Yoko Ono – „You may think I´m small but I have a universe inside my head“

Lag: Ágeir Trausti – Dreaming

Fiskur

Smá check in fiskur. Hvernig líður þér? Ef ég þekki þig rétt þá er eitthvað, ef ekki mikið, að angra þig og þú veist ekki alveg hvernig þú átt að díla. Lífið hefur samt verið óvenju gott við þig og þú skalt reyna að njóta þess eins og þú getur. Þú ert mjög dreyminn en það er kominn tíma á að lenda á jörðinni. Þú átt erfitt með að tala um tilfinningar þínar og leitar þess í stað í ómeðvitaða stjórnun bakvið tjöldin. Þetta er eitthvað sem sniðugt er að vinna úr fyrr en seinna. Gangi þér vel!

Fyrirmyndarfiskur: Rihanna – „It´s tougher to be vulnerable than to be actually tough.“

Lag: Fleetwood Mac – Landslide 

Penni: Jana Björg Þorvaldsdóttir


Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search