Aðalþing SÍF

Laugardaginn 21. september 2024 verður aðalþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) haldið í Háskóla Reykjavíkur, stofa M104, kl.12:00 – 15:00. Takið daginn frá!

Samband íslenskra framhaldsskólanema er í eigu nemendafélaga allra framhaldsskóla landsins.

Rödd SÍF og styrkur félagsins eru þið – framhaldsskólanemendur – og saman verðum við öflugri og búum til betra námsumhverfi fyrir framhaldsskólanemendur. Við hvetjum ykkur til þess að senda ykkar fastafulltrúa á þingið og nýta kosningarétt ykkar. Á þinginu verður stefna SÍF mótuð ásamt því að kosið verður um alþjóðafulltrúa SÍF og einn meðstjórnanda.  

Hvert nemendafélag á rétt á a.m.k. 3 fastafulltrúum auk þess bætast við fjöldi fastafulltrúa eftir fjölda skráðra nemenda í nemendafélag. Nauðsynlegt er að skrá sig á þingið á þar til gert skráningarfom.

Allar nánari upplýsingar um þingið munu birtast á næstu dögum! Fylgist með á heimsíðunni (sem er í uppfærslu) neminn.is og á instagramminu @sambandid

Bestu kveðjur,

Stjórn SÍF.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search