Laugardaginn 21. september 2024 verður aðalþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) haldið í Háskóla Reykjavíkur, stofa M104, kl.12:00 – 15:00. Takið daginn frá!
Samband íslenskra framhaldsskólanema er í eigu nemendafélaga allra framhaldsskóla landsins.
Rödd SÍF og styrkur félagsins eru þið – framhaldsskólanemendur – og saman verðum við öflugri og búum til betra námsumhverfi fyrir framhaldsskólanemendur. Við hvetjum ykkur til þess að senda ykkar fastafulltrúa á þingið og nýta kosningarétt ykkar. Á þinginu verður stefna SÍF mótuð ásamt því að kosið verður um alþjóðafulltrúa SÍF.
Hvert nemendafélag á rétt á a.m.k. 3 fastafulltrúum auk þess bætast við fjöldi fastafulltrúa eftir fjölda skráðra nemenda í nemendafélag. Nauðsynlegt er að skrá sig á þingið á þar til gert skráningarfom.
Allar nánari upplýsingar um þingið munu birtast á næstu dögum! Fylgist með á heimsíðunni (sem er í uppfærslu) neminn.is og á instagramminu @sambandid
Bestu kveðjur,
Stjórn SÍF.