EKKÓ málefni

Barna- og menntamálaráðuneytið hefur nú frumsýnt EKKÓ myndbönd sem unnin voru í samstarfi við Sólborgu Guðbrandsdóttur og Þorstein V. Einarsson ásamt RÚV um gerð þeirra.

Myndböndin voru frumsýnd í Fjölbrautaskólanum í Ármúla síðasta fimmtudag, 21.mars, ásamt því að Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, afhenti skólameistara FÁ fyrsta leiðarvísinn um EKKÓ málefni innan framhaldsskólanna. Eftir byltingu og háværar raddir framhaldsskólanema um vankunnáttu og vöntun á úrræðum í þessum málaflokki hafa ráðamenn nú hlustað, og svarað, og stigið fyrsta skrefið í átt að betrumbótum. Við fögnum því að hlustað hafi verið á framhaldsskólanemendur og við munum beita okkur fyrir því að svo verði gert áfram #SÍF

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search